„Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 13:01 Hulda Björk Ólafsdóttir á ferðinni í leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í körfuboltakvöldi telur að gengið hafi verið fram hjá einum leikmanni í Subway deild kvenna í körfubolta þegar nýjasti landsliðshópurinn var valinn. Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta
Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Sjá meira