Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað Rakel Baldursdóttir skrifar 30. janúar 2023 10:01 Af hverju ætti það að skipta máli að huga að velsæld starfsmanna? Rannsóknir segja okkur svo enginn vafi sé á að það að huga vel að starfsmönnum er lykilatriði að árangri. Leiðir til að auka velsæld eru margar og flestir stjórnendur vilja tryggja vellíðan starfsmanna sinna. Margir vinnustaðir hafa verið með starfsmannaviðtöl í áranna rás en því miður vill það stundum verða til þess að einungis sé verið að tikka í boxið sem partur að stefnu fyrirtækis og ekki er eftirfylgni með. Sem betur fer er það þó mun algengara að slík viðtöl eru unnin af mikilli fagmennsku og fagfólki með það í huga að styrkja mannauðinn á vinnustaðnum og huga betur að einstaklingnum. Mikilvægi þess að tryggja og auka vellíðan starfsmanna ætti að vera í forgrunni allra fyrirtækja, þannig aukast líkur til muna að ná settum árangri og styðja við áframhaldandi þróun. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi síðustu 3 ár og er sveigjanleiki einn þeirra breytinga, margt fólk vinnur í sífeldu meira mæli heiman frá sér og hefur ekki eins sterk félagsleg tengsl við vinnustaðinn og áður. Það veldur því að oft er erfiðara fyrir stjórnendur að greina m.a. kulnun og veikindi starfsmanna. Aðrar breytingar eru einnig miklar í tæknimálum og umhverfismálum sem oft krefst mikillar uppstokkunar á vinnustöðum. Breytingar geta reynst mörgum erfiðar og því mikilvægt að vel sé að málum staðið. Markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi, og einstaklega hentug í því óvissu og breytingaferli sem heimsbyggðin gengur nú í gegnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með að nýta sér markþjálfun. Erlendis hafa vinnustaðir verið að nota aðferðarfræði markþjálfunar með miklum og góðum árangri til fjölda ára og eru leiðtogar og stjórnendur margir hverjir sammála um það að nýta sér markþjálfun er lykill að árangri, auknum hagnaði og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu. Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi en ICF, International Coaching Federation, sem eru stærstu óháðu fagsamtök markþjálfunar í heimi er með þrjú vottunarstig, ACC, PCC og MCC og starfa fjöldi markþjálfa hér á landi undir þeirra siðareglum og hæfnisþáttum. Markþjálfar eru í stöðugri endurmenntun til að viðhalda færni sinni, þekkingu og breytingu í starfsumhverfi. En sífellt fleiri notast við fjarfundarbúnað í sínu starfi. Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin aðferð sem leitast við að fá einstaklinginn til að ná settu marki. Finna og eða auka styrkleika sína og persónulegan vöxt, sjá nýjar lausnir og viðhalda árangri. Bjóðum starfsfólki reglulega markþjálfun og tækifæri til að þróast og læra. Nýtum okkur markþjálfun í stjórnunarstöðum og hugum þannig að velferð og árangri. Höfundur er markþjálfi og situr í stjórn ICF Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Af hverju ætti það að skipta máli að huga að velsæld starfsmanna? Rannsóknir segja okkur svo enginn vafi sé á að það að huga vel að starfsmönnum er lykilatriði að árangri. Leiðir til að auka velsæld eru margar og flestir stjórnendur vilja tryggja vellíðan starfsmanna sinna. Margir vinnustaðir hafa verið með starfsmannaviðtöl í áranna rás en því miður vill það stundum verða til þess að einungis sé verið að tikka í boxið sem partur að stefnu fyrirtækis og ekki er eftirfylgni með. Sem betur fer er það þó mun algengara að slík viðtöl eru unnin af mikilli fagmennsku og fagfólki með það í huga að styrkja mannauðinn á vinnustaðnum og huga betur að einstaklingnum. Mikilvægi þess að tryggja og auka vellíðan starfsmanna ætti að vera í forgrunni allra fyrirtækja, þannig aukast líkur til muna að ná settum árangri og styðja við áframhaldandi þróun. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi síðustu 3 ár og er sveigjanleiki einn þeirra breytinga, margt fólk vinnur í sífeldu meira mæli heiman frá sér og hefur ekki eins sterk félagsleg tengsl við vinnustaðinn og áður. Það veldur því að oft er erfiðara fyrir stjórnendur að greina m.a. kulnun og veikindi starfsmanna. Aðrar breytingar eru einnig miklar í tæknimálum og umhverfismálum sem oft krefst mikillar uppstokkunar á vinnustöðum. Breytingar geta reynst mörgum erfiðar og því mikilvægt að vel sé að málum staðið. Markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi, og einstaklega hentug í því óvissu og breytingaferli sem heimsbyggðin gengur nú í gegnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með að nýta sér markþjálfun. Erlendis hafa vinnustaðir verið að nota aðferðarfræði markþjálfunar með miklum og góðum árangri til fjölda ára og eru leiðtogar og stjórnendur margir hverjir sammála um það að nýta sér markþjálfun er lykill að árangri, auknum hagnaði og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu. Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi en ICF, International Coaching Federation, sem eru stærstu óháðu fagsamtök markþjálfunar í heimi er með þrjú vottunarstig, ACC, PCC og MCC og starfa fjöldi markþjálfa hér á landi undir þeirra siðareglum og hæfnisþáttum. Markþjálfar eru í stöðugri endurmenntun til að viðhalda færni sinni, þekkingu og breytingu í starfsumhverfi. En sífellt fleiri notast við fjarfundarbúnað í sínu starfi. Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin aðferð sem leitast við að fá einstaklinginn til að ná settu marki. Finna og eða auka styrkleika sína og persónulegan vöxt, sjá nýjar lausnir og viðhalda árangri. Bjóðum starfsfólki reglulega markþjálfun og tækifæri til að þróast og læra. Nýtum okkur markþjálfun í stjórnunarstöðum og hugum þannig að velferð og árangri. Höfundur er markþjálfi og situr í stjórn ICF Iceland.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar