„Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi.
„Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við.
„Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við.
Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni.
„Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“