Bandaríkjamenn sagðir íhuga að senda sína skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 16:52 Pólskir og bandarískir hermenn við æfingar í Póllandi. Í forgrunni má sjá M1 Abrams skriðdreka. Í bakgrunni eru M2 Bradley bryndrekar en Bandaríkjamenn eru að senda rúmlega hundrað slíka til Úkraínu. EPA/MARCIN BIELECKI Ráðamenn í Bandaríkjunum er sagðir líklegir til að senda Úkraínumönnum M1 Abrams skriðdreka á næstunni. Slíkar sendingar gætu verið tilkynntar strax í næstu viku en með þeim myndu Þjóðverjar einnig samþykkja að senda eigin skriðdreka og leyfa öðrum ríkjum að senda þýska skriðdreka. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum úr stjórnsýslu Bandaríkjanna og í Þýskalandi. Politico hefur einnig heimildir fyrir því að líklega verði skriðdrekar sendir frá Bandaríkjunum til Úkraínu og að verið sé að tala um þrjátíu til fimmtíu skriðdreka. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki viljað senda umrædda skriðdreka til Úkraínu því þeir ganga á sérstöku eldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði til viðhalds og viðgerða en aðrir skriðdrekar. Innviði sem eru ekki til staðar og Bandaríkjamenn segja að taki tíma til að byggja upp. Einnig þurfi reynslu til að gera við þá og það taki einnig tíma að öðlast hana. Bæði Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru að senda töluvert magn bryndreka til Úkraínu. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Ráðamenn nokkurra ríkja í Evrópu hafa sagst vilja senda þýska skriðdreka til Úkraínu. Þrettán ríki eru sögð nota Leopard 2 skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi og eru tvö þúsund slíkir sagðir í notkun í heimsálfunni. Úkraínumenn hafa lengi beðið Þjóðverja um að senda sér skriðdreka. Pólverjar hafa að undanförnu beitt Þjóðverja miklum þrýstingi en þeir síðarnefndu hafa dregið lappirnar í að leyfa Pólverjum og öðrum að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa sagt að aðrir bakhjarlar Úkraínu þurfi einnig að senda skriðdreka. Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Sjá einnig: Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Pólverjar báðu Þjóðverja formlega um leyfi til að senda skriðdrekana í morgun, eftir margra vikna viðræður og jafnvel deilur. Bloomberg hefur heimildir fyrir því að Scholz muni gefa Pólverjum grænt ljós á morgun. Þá fór Sauli Niinisto, forseti Finnlands, í óvænta heimsókn til Kænugarðs í morgun. Finnar eru meðal þeirra sem hafa sagst vilja senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Eftir fund Niinisto og Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, sagði sá síðarnefndi að þeir hefðu meðal annars rætt skriðdrekasendingar og það að skapa vettvang þar sem fleiri ríki geta stutt Úkraínu með vopnasendingum. Niinistö heimsótti einnig Bucha og Borodianka og sagði að draga þyrfti rússneska hermenn til ábyrgðar fyrir ódæði þeirra þar. Visited Borodianka and Bucha. The atrocities committed here must not go unpunished. I remain deeply impressed by the courage and determination of the Ukrainian people, soldiers and civilians alike. It will be remembered for generations to come. pic.twitter.com/LQo6Vq8Q98— Sauli Niinistö (@niinisto) January 24, 2023 Sjá góða leið til að koma boltanum af stað Bretar tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu, fyrstir Vesturlandabúa. Þá breyttu Þjóðverjar um tón og sögðu að Bandaríkjamenn þyrftu einnig að senda skriðdreka. Í frétt WSJ segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafi rætt saman í síma fyrir viku síðan og þá hafi Biden lofað því að skoða það hvort Bandaríkjamenn gætu sent sína skriðdreka til Úkraínu. Innan veggja Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er það ekki talin hagkvæm lausn. Embættismenn í Hvíta húsinu og Utanríkisráðuneytinu eru þó sagðir sjá málið í öðru ljósi. Þeir eru sagðir hafa orðið pirraðir yfir hiki Þjóðverja en sjá fyrir sér að með því að senda M1 Abrams skriðdreka sé hægt að koma í veg fyrir frekari deilur meðal bakhjarla Úkraínu og opna á skriðdrekasendingar. Þýskur embættismaður sagði miðlinum að miklar viðræður hafi átt sér stað á milli ríkjanna og mögulega hafi fengist niðurstaða í þær. Bandaríkin Úkraína Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Rússland Tengdar fréttir Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, gagnrýndi Þjóðverja í gær fyrir að draga lappirnar hvað varðar útflutning skriðdreka til Úkraínu. 23. janúar 2023 07:11 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum úr stjórnsýslu Bandaríkjanna og í Þýskalandi. Politico hefur einnig heimildir fyrir því að líklega verði skriðdrekar sendir frá Bandaríkjunum til Úkraínu og að verið sé að tala um þrjátíu til fimmtíu skriðdreka. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki viljað senda umrædda skriðdreka til Úkraínu því þeir ganga á sérstöku eldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði til viðhalds og viðgerða en aðrir skriðdrekar. Innviði sem eru ekki til staðar og Bandaríkjamenn segja að taki tíma til að byggja upp. Einnig þurfi reynslu til að gera við þá og það taki einnig tíma að öðlast hana. Bæði Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru að senda töluvert magn bryndreka til Úkraínu. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Ráðamenn nokkurra ríkja í Evrópu hafa sagst vilja senda þýska skriðdreka til Úkraínu. Þrettán ríki eru sögð nota Leopard 2 skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi og eru tvö þúsund slíkir sagðir í notkun í heimsálfunni. Úkraínumenn hafa lengi beðið Þjóðverja um að senda sér skriðdreka. Pólverjar hafa að undanförnu beitt Þjóðverja miklum þrýstingi en þeir síðarnefndu hafa dregið lappirnar í að leyfa Pólverjum og öðrum að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa sagt að aðrir bakhjarlar Úkraínu þurfi einnig að senda skriðdreka. Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Sjá einnig: Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Pólverjar báðu Þjóðverja formlega um leyfi til að senda skriðdrekana í morgun, eftir margra vikna viðræður og jafnvel deilur. Bloomberg hefur heimildir fyrir því að Scholz muni gefa Pólverjum grænt ljós á morgun. Þá fór Sauli Niinisto, forseti Finnlands, í óvænta heimsókn til Kænugarðs í morgun. Finnar eru meðal þeirra sem hafa sagst vilja senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Eftir fund Niinisto og Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, sagði sá síðarnefndi að þeir hefðu meðal annars rætt skriðdrekasendingar og það að skapa vettvang þar sem fleiri ríki geta stutt Úkraínu með vopnasendingum. Niinistö heimsótti einnig Bucha og Borodianka og sagði að draga þyrfti rússneska hermenn til ábyrgðar fyrir ódæði þeirra þar. Visited Borodianka and Bucha. The atrocities committed here must not go unpunished. I remain deeply impressed by the courage and determination of the Ukrainian people, soldiers and civilians alike. It will be remembered for generations to come. pic.twitter.com/LQo6Vq8Q98— Sauli Niinistö (@niinisto) January 24, 2023 Sjá góða leið til að koma boltanum af stað Bretar tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu, fyrstir Vesturlandabúa. Þá breyttu Þjóðverjar um tón og sögðu að Bandaríkjamenn þyrftu einnig að senda skriðdreka. Í frétt WSJ segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafi rætt saman í síma fyrir viku síðan og þá hafi Biden lofað því að skoða það hvort Bandaríkjamenn gætu sent sína skriðdreka til Úkraínu. Innan veggja Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er það ekki talin hagkvæm lausn. Embættismenn í Hvíta húsinu og Utanríkisráðuneytinu eru þó sagðir sjá málið í öðru ljósi. Þeir eru sagðir hafa orðið pirraðir yfir hiki Þjóðverja en sjá fyrir sér að með því að senda M1 Abrams skriðdreka sé hægt að koma í veg fyrir frekari deilur meðal bakhjarla Úkraínu og opna á skriðdrekasendingar. Þýskur embættismaður sagði miðlinum að miklar viðræður hafi átt sér stað á milli ríkjanna og mögulega hafi fengist niðurstaða í þær.
Bandaríkin Úkraína Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Rússland Tengdar fréttir Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, gagnrýndi Þjóðverja í gær fyrir að draga lappirnar hvað varðar útflutning skriðdreka til Úkraínu. 23. janúar 2023 07:11 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09
Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, gagnrýndi Þjóðverja í gær fyrir að draga lappirnar hvað varðar útflutning skriðdreka til Úkraínu. 23. janúar 2023 07:11
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16. janúar 2023 11:12