Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. janúar 2023 07:30 Rheinmetall er reiðubúið til að senda skriðdreka til Úkraínu. AP/Martin Meissner Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. Talsmaður Rheinmetall segir fyrirtækið geta afhent 29 skriðdreka í apríl eða maí og 22 til viðbótar í lok árs eða ársbyrjun 2024. Stjórnvöld í Þýskalandi sæta nú miklum þrýstingi frá Úkraínu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, til að mynda Póllandi, um að heimila útflutning Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa neitunarvald hvað þetta varðar, þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Sérfræðingar áætla að þrettán ríki Evrópu eigi um það bil 2 þúsund Leopard skriðdreka, sem gætu nýst Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt ákvörðun yfirvofandi en enn sem komið er hefur Olaf Scholz kanslari ekki tekið í gikkinn, hvorki varðandi útflutning frá Þýskalandi né öðrum ríkjum. Þýsk stjórnvöld virðast veigra sér við því að taka skrefið ein og óstudd og hafa ýtt á að Bandaríkjamenn sendi þá einnig skriðdreka til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sagt að hvert og eitt ríki verði að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig það hagar stuðningi sínum. Tregðu Þjóðverja má rekja til mögulegra viðbragða Rússa, sem munu líklega líta á skriðdrekasendingarnar sem verulega stigmögnun. Þá myndu þær falla vel að áróðri Rússa um að stríðið í Úkraínu sé í raun stríð Nató við Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Talsmaður Rheinmetall segir fyrirtækið geta afhent 29 skriðdreka í apríl eða maí og 22 til viðbótar í lok árs eða ársbyrjun 2024. Stjórnvöld í Þýskalandi sæta nú miklum þrýstingi frá Úkraínu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, til að mynda Póllandi, um að heimila útflutning Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa neitunarvald hvað þetta varðar, þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Sérfræðingar áætla að þrettán ríki Evrópu eigi um það bil 2 þúsund Leopard skriðdreka, sem gætu nýst Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt ákvörðun yfirvofandi en enn sem komið er hefur Olaf Scholz kanslari ekki tekið í gikkinn, hvorki varðandi útflutning frá Þýskalandi né öðrum ríkjum. Þýsk stjórnvöld virðast veigra sér við því að taka skrefið ein og óstudd og hafa ýtt á að Bandaríkjamenn sendi þá einnig skriðdreka til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sagt að hvert og eitt ríki verði að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig það hagar stuðningi sínum. Tregðu Þjóðverja má rekja til mögulegra viðbragða Rússa, sem munu líklega líta á skriðdrekasendingarnar sem verulega stigmögnun. Þá myndu þær falla vel að áróðri Rússa um að stríðið í Úkraínu sé í raun stríð Nató við Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira