Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 19:09 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði reglugerð, sem heimilar notkun rafbyssa, rétt fyrir áramót. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. Á vef Stjórnartíðinda má lesa reglugerðina í heild sinni. Þar segir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi undirritað hana þann 30. desember síðastliðinn. Í reglugerðinni er rafvarnarvopn skilgreint svo: „Óbanvæn vopn sem hafa tímabundin áhrif á vöðvastjórnun þess sem vopninu er beitt gegn. Með langdrægu rafvarnarvopni er tveimur rafskautum/rafpílum skotið í einstakling og honum veitt vægt raflost sem truflar tímabundið sjálfviljuga vöðvastjórnun og gerir lögreglu betur kleift að handtaka viðkomandi án þess að ógna lífi eða heilsu hans eða lögreglumanna.“ Þá segir að ríkislögreglustjóri setji verklagsreglur og leiðbeiningar um nauðsynlegar áætlanir lögregluliða varðandi viðbúnað með vopnum vegna sérstaklega alvarlegra tilvika. Hann ákveði einnig hvaða lágmarksþjálfun lögreglumenn skulu fá sem árlega viðhaldsþjálfun í notkun lögregluvopna. Segir dómsmálaráðherra hafa tekið ákvörðun upp á sitt einsdæmi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra út í reglugerðina í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm „Dómsmálaráðherra tók þessa ákvörðun sjálfur án aðkomu ríkisstjórnar, án lýðræðislegs samtals við þing og þjóð og vonar hann að fyrstu byssurnar verði komnar í notkun um mitt ár,“ sagði hún. Þá spurði hún Jón Gunnarsson hvernig hann ætli að tryggja að rafbyssum verði ekki beint gegn fólki með alvarleg geðræn vandamál, með fíknivanda eða undirliggjandi sjúkdóma, með gangráð, til dæmis, eða gegn óléttum konum sem eru ekki augljóslega þungaðar. Í regludrögum ráðherra um notkun rafvarnarvopna segir að þeim megi ekki beita gegn þunguðum konum eða fólki sem er í áberandi slæmu líkamlegu ástandi. Fyrst og fremst til að tryggja öryggi lögreglumanna Jón Gunnarsson sagði í svari sínu að hann vildi taka það sérstaklega fram að ákvörðunin hafi verið tekin eftir mjög vandaðan undirbúning, mjög langan aðdraganda þar sem það hefði í raun ekki þurft að fara fram hjá neinum að þessi ákvörðun hafi verið í burðarliðnum. „Þessi ákvörðun er fyrst og fremst tekin á grundvelli þess að auka á öryggi lögreglumanna. Það er fullt tilefni til, virðulegur forseti. Staðan í þeirra störfum hefur orðið miklu alvarlegri á undanförnum fáum árum heldur en hún var fyrir nokkrum árum og afleiðingarnar eru augljósar. Það er mikið meira um slys á lögreglumönnum og meira um óhöpp gagnvart þeim sem þeir eru eiga við þar sem menn lenda í líkamlegum átökum,“ sagði hann. Þá sagði Jón að við töku ákvörðunarinnar hafi verið litið til reynslu annarra þjóða af notkun rafvopna. Reynsla þeirra þjóða sem við berum okkur gjarnan við hafi verið mjög góð. Ríflega þúsund manns hafi látist á tuttugu árum Arndís Anna steig aftur í pontu að loknu svari Jóns og sagði rannsóknir benda til þess að í Bandaríkjunum, þar sem notkun rafbyssa sé útbreidd, hafi ríflega eitt þúsund manns látið lífið á síðustu tveimur áratugum, eftir að hafa fengið í sig rafstraum úr rafbyssum lögreglu. „Samt segist dómsmálaráðherra ekki hafa áhyggjur af innleiðingu slíkra vopna hér á landi, sami ráðherra og þurfti á dögunum að draga til baka ummæli sín í fjölmiðlum um hóp flóttafólks sem hann taldi vera hér á landi en fór með rangt mál og það ekki í fyrsta skipti,“ sagði hún. Þá sagði hún að ráðherra staðhæfi að undirbúningur hafi verið vandaður og langur að reglugerðinni og að reynsla af rafbyssum hafi verið góð í nærliggjandi löndum, án þess að leggja fram gögn þess efnis. Þá óskaði hún eftir því að ráðherra svaraði fyrri spurningu um það hvernig hann ætlaði að tryggja öryggi almennra borgara. Horfa ekki til Bandaríkjanna hvað varðar rafbyssur Jón sagðist ekki geta útilokað fullyrðingu Arndísar Önnu um fjölda dauðsfalla af völdum rafbyssa í Bandaríkjunum, enda þekki hann þær tölur ekki nákvæmlega. „En það er vissulega þannig að þegar verið er að beita vopnum eða varnarvopnum af einhverju tagi þá geta hlotist af því alvarlegir skaðar. Það liggur í augum uppi. Það á jafnt við um kylfur og annan slíkan búnað sem eru varnarvopn lögreglu í dag, auk skotvopna í þeim tilfellum sem það á við,“ sagði Jón. Þá sagði hann að við vinnslu reglugerðarinnar hafi ekki verið horft til Bandaríkjanna heldur til Evrópulanda og þeirrar góður reynslu nágrannaþjóða okkar af notkun rafvopna. „Það er sjálfsagt að deila gögnum með þinginu varðandi þetta. Til eru vandaðar skýrslur um þetta. Ég verð á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í fyrramálið til að gera nánari grein fyrir þessu,“ sagði dómsmálaráðherra að lokum. Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Kallar eftir viðhorfsbreytingu og fagnar heimild vegna rafvopna Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að viðhorfsbreytingar sé þörf til að lögregla fái meira svigrúm til að bregðast við nýjum veruleika. 9. janúar 2023 06:34 Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 30. desember 2022 21:12 Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. 30. desember 2022 06:55 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Á vef Stjórnartíðinda má lesa reglugerðina í heild sinni. Þar segir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi undirritað hana þann 30. desember síðastliðinn. Í reglugerðinni er rafvarnarvopn skilgreint svo: „Óbanvæn vopn sem hafa tímabundin áhrif á vöðvastjórnun þess sem vopninu er beitt gegn. Með langdrægu rafvarnarvopni er tveimur rafskautum/rafpílum skotið í einstakling og honum veitt vægt raflost sem truflar tímabundið sjálfviljuga vöðvastjórnun og gerir lögreglu betur kleift að handtaka viðkomandi án þess að ógna lífi eða heilsu hans eða lögreglumanna.“ Þá segir að ríkislögreglustjóri setji verklagsreglur og leiðbeiningar um nauðsynlegar áætlanir lögregluliða varðandi viðbúnað með vopnum vegna sérstaklega alvarlegra tilvika. Hann ákveði einnig hvaða lágmarksþjálfun lögreglumenn skulu fá sem árlega viðhaldsþjálfun í notkun lögregluvopna. Segir dómsmálaráðherra hafa tekið ákvörðun upp á sitt einsdæmi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra út í reglugerðina í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm „Dómsmálaráðherra tók þessa ákvörðun sjálfur án aðkomu ríkisstjórnar, án lýðræðislegs samtals við þing og þjóð og vonar hann að fyrstu byssurnar verði komnar í notkun um mitt ár,“ sagði hún. Þá spurði hún Jón Gunnarsson hvernig hann ætli að tryggja að rafbyssum verði ekki beint gegn fólki með alvarleg geðræn vandamál, með fíknivanda eða undirliggjandi sjúkdóma, með gangráð, til dæmis, eða gegn óléttum konum sem eru ekki augljóslega þungaðar. Í regludrögum ráðherra um notkun rafvarnarvopna segir að þeim megi ekki beita gegn þunguðum konum eða fólki sem er í áberandi slæmu líkamlegu ástandi. Fyrst og fremst til að tryggja öryggi lögreglumanna Jón Gunnarsson sagði í svari sínu að hann vildi taka það sérstaklega fram að ákvörðunin hafi verið tekin eftir mjög vandaðan undirbúning, mjög langan aðdraganda þar sem það hefði í raun ekki þurft að fara fram hjá neinum að þessi ákvörðun hafi verið í burðarliðnum. „Þessi ákvörðun er fyrst og fremst tekin á grundvelli þess að auka á öryggi lögreglumanna. Það er fullt tilefni til, virðulegur forseti. Staðan í þeirra störfum hefur orðið miklu alvarlegri á undanförnum fáum árum heldur en hún var fyrir nokkrum árum og afleiðingarnar eru augljósar. Það er mikið meira um slys á lögreglumönnum og meira um óhöpp gagnvart þeim sem þeir eru eiga við þar sem menn lenda í líkamlegum átökum,“ sagði hann. Þá sagði Jón að við töku ákvörðunarinnar hafi verið litið til reynslu annarra þjóða af notkun rafvopna. Reynsla þeirra þjóða sem við berum okkur gjarnan við hafi verið mjög góð. Ríflega þúsund manns hafi látist á tuttugu árum Arndís Anna steig aftur í pontu að loknu svari Jóns og sagði rannsóknir benda til þess að í Bandaríkjunum, þar sem notkun rafbyssa sé útbreidd, hafi ríflega eitt þúsund manns látið lífið á síðustu tveimur áratugum, eftir að hafa fengið í sig rafstraum úr rafbyssum lögreglu. „Samt segist dómsmálaráðherra ekki hafa áhyggjur af innleiðingu slíkra vopna hér á landi, sami ráðherra og þurfti á dögunum að draga til baka ummæli sín í fjölmiðlum um hóp flóttafólks sem hann taldi vera hér á landi en fór með rangt mál og það ekki í fyrsta skipti,“ sagði hún. Þá sagði hún að ráðherra staðhæfi að undirbúningur hafi verið vandaður og langur að reglugerðinni og að reynsla af rafbyssum hafi verið góð í nærliggjandi löndum, án þess að leggja fram gögn þess efnis. Þá óskaði hún eftir því að ráðherra svaraði fyrri spurningu um það hvernig hann ætlaði að tryggja öryggi almennra borgara. Horfa ekki til Bandaríkjanna hvað varðar rafbyssur Jón sagðist ekki geta útilokað fullyrðingu Arndísar Önnu um fjölda dauðsfalla af völdum rafbyssa í Bandaríkjunum, enda þekki hann þær tölur ekki nákvæmlega. „En það er vissulega þannig að þegar verið er að beita vopnum eða varnarvopnum af einhverju tagi þá geta hlotist af því alvarlegir skaðar. Það liggur í augum uppi. Það á jafnt við um kylfur og annan slíkan búnað sem eru varnarvopn lögreglu í dag, auk skotvopna í þeim tilfellum sem það á við,“ sagði Jón. Þá sagði hann að við vinnslu reglugerðarinnar hafi ekki verið horft til Bandaríkjanna heldur til Evrópulanda og þeirrar góður reynslu nágrannaþjóða okkar af notkun rafvopna. „Það er sjálfsagt að deila gögnum með þinginu varðandi þetta. Til eru vandaðar skýrslur um þetta. Ég verð á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í fyrramálið til að gera nánari grein fyrir þessu,“ sagði dómsmálaráðherra að lokum.
Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Kallar eftir viðhorfsbreytingu og fagnar heimild vegna rafvopna Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að viðhorfsbreytingar sé þörf til að lögregla fái meira svigrúm til að bregðast við nýjum veruleika. 9. janúar 2023 06:34 Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 30. desember 2022 21:12 Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. 30. desember 2022 06:55 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24
Kallar eftir viðhorfsbreytingu og fagnar heimild vegna rafvopna Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að viðhorfsbreytingar sé þörf til að lögregla fái meira svigrúm til að bregðast við nýjum veruleika. 9. janúar 2023 06:34
Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 30. desember 2022 21:12
Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44
Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. 30. desember 2022 06:55