„Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. janúar 2023 19:04 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga barnalega hvað orkumál varðar. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira