„Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. janúar 2023 19:04 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga barnalega hvað orkumál varðar. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira