Innlent

Hall­dór frá ASÍ til ríkis­stjórnarinnar

Árni Sæberg skrifar
Halldór Oddsson er nýr aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar.
Halldór Oddsson er nýr aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Vísir/Egill

Halldór Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann leysir af Önnu Rut Kristjánsdóttur sem er í tímabundnu leyfi. Hann hefur undanfarin þrettán ár starfað sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.

Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðs Íslands segir að Halldór hafi lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2009. Hann hafi starfað hjá Alþýðusambandi Íslands undanfarin þrettán ár, þar af sem sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs frá árinu 2023. Auk þess hafi Halldór sinnt stundakennslu á háskólastigi á sviði vinnuréttar.

Halldór hafi þegar hafið störf en helstu verkefni hans snúi að almennri samhæfingu varðandi þingmál ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×