„Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. janúar 2023 21:17 Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir að skipun forstjóra Sjúkratrygginga sé ekki til þess fallin að viðhalda trausti almennings á ráðstöfunum í opinberar stöður. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar. Ráðning nýs forstjóra Sjúkratrygginga vakti athygli í vikunni en eins og fyrr segir var ekki auglýst í starfið. Undantekningarheimild er í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að „færa“ starfsmann úr einu embætti í annað, án auglýsingar. Heimildina nýtti Lilja Dögg Alfreðsdóttir til að mynda við umdeilda skipun Þjóðminjavarðar fyrr á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að undantekningarheimildin væri ekki orðin að almennri reglu. Í tilviki nýráðins forstjóra Sjúkratrygginga hafi þó verið tilvalið að nýta heimildina, enda taldi heilbrigðisráðherra Sigurð Helga svo öflugan að ekki væri ástæða til að auglýsa. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt“ Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir athæfið ekki til eftirbreytni. „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel. Við vitum það að auglýsingar og það að hafa opið og gegnsætt, bæði umsóknarferli og ráðningarferli, miðar að því að ráða hæfustu manneskjuna til starfa. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að skapa traust um það nákvæmlega hvernig fólk velst í þessar opinberu stöður, þessar háu stöður.“ Hún segir gagnrýnina ekki snúast um þann sem var valinn var í starfið persónulega, frekar en í fyrri tilfellum. Málið snúist um það verkefni stjórnvalda að viðhalda trausti almennings. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt, vegna þess að hæf manneskja hefði þá bara farið fljúgandi í gegnum umsóknarferlið og allir vita það að þarna var verið að ráða hæfustu manneskjuna. Og allir verið sáttir þannig séð. Þannig að aftur, algjörlega burtséð frá þeirri manneskju sem um er að ræða, og ég dreg það ekkert í efa að hún sé hæf, [þá geta] hvorki ég né ráðherra – né aðrir – vitað hvort hún var best í starfið.“ Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04 Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
Ráðning nýs forstjóra Sjúkratrygginga vakti athygli í vikunni en eins og fyrr segir var ekki auglýst í starfið. Undantekningarheimild er í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að „færa“ starfsmann úr einu embætti í annað, án auglýsingar. Heimildina nýtti Lilja Dögg Alfreðsdóttir til að mynda við umdeilda skipun Þjóðminjavarðar fyrr á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að undantekningarheimildin væri ekki orðin að almennri reglu. Í tilviki nýráðins forstjóra Sjúkratrygginga hafi þó verið tilvalið að nýta heimildina, enda taldi heilbrigðisráðherra Sigurð Helga svo öflugan að ekki væri ástæða til að auglýsa. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt“ Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir athæfið ekki til eftirbreytni. „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel. Við vitum það að auglýsingar og það að hafa opið og gegnsætt, bæði umsóknarferli og ráðningarferli, miðar að því að ráða hæfustu manneskjuna til starfa. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að skapa traust um það nákvæmlega hvernig fólk velst í þessar opinberu stöður, þessar háu stöður.“ Hún segir gagnrýnina ekki snúast um þann sem var valinn var í starfið persónulega, frekar en í fyrri tilfellum. Málið snúist um það verkefni stjórnvalda að viðhalda trausti almennings. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt, vegna þess að hæf manneskja hefði þá bara farið fljúgandi í gegnum umsóknarferlið og allir vita það að þarna var verið að ráða hæfustu manneskjuna. Og allir verið sáttir þannig séð. Þannig að aftur, algjörlega burtséð frá þeirri manneskju sem um er að ræða, og ég dreg það ekkert í efa að hún sé hæf, [þá geta] hvorki ég né ráðherra – né aðrir – vitað hvort hún var best í starfið.“
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04 Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16