Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 15:02 Sigurður H. Helgason tekur við starfinu þann 1. febrúar. Stjórnarráðið Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. María Heimisdóttir sagði upp störfum sem forstjóri í lok nóvember. Hún var skipuð forstjóri árið 2018 af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknu umsóknarferli. María sagðist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún væri vanfjármögnuð. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður Helgi skipaður forstjóri án þess að starfið væri auglýst. Sigurður Helgi hefur frá árinu 2013 starfað sem skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en hann var valinn úr hópi nítján umsækjenda. Sigurður Helgi hefur meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við hagfræði- og áætlanadeild háskólans í Hróarskeldu í Danmörku og bakkalárpróf í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann var eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf. sem veitti ráðgjöf á sviði stjórnsýslu og ríkisfjármála, samningsgerðar, árangursstjórnunar, fjármálastjórnar, kostnaðargreiningar og starfsmannamála. Á árunum 2001 til 2004 var hann aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður fjármála og stjórnsýslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Sigurður Helgi starfaði jafnframt um fjögurra ára skeið hjá OECD í fjárlaga- og stjórnunardeild opinberrar stjórnsýslu (PUMA). Á fyrri hluta 10. áratugarins starfaði Sigurður Helgi í fjármálaráðuneytinu, meðal annars að ráðgjöf um nýskipan í ríkisrekstri. Þakklátur fyrir tækifærið Sigurður Helgi segir í samtali við Vísi að honum lítist vel á starfið sem sé spennandi og mjög mikilvæg stofnun í heilbrigðiskerfinu. „Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að takast á við þetta,“ segir Sigurður. Gert er ráð fyrir því að hann hefji störf 1. febrúar. Hann vildi ekki ræða skipunina frekar í bili enda ekki búið að greina formlega frá vistaskiptunum. „Ég á eftir að hitta starfsfólkið, ræða við það og kynna mér starfsemina,“ segir Sigurður. Uppi varð fótur og fit fyrir rúmum þremur mánuðum þegar Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra skipaði Hörpu Þórisdóttur þjóðminjavörð án þess að staðan væri auglýst. Flokksbróðir Lilju í Framsókn er Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Fjármálaráðuneytið hefur nánast óslitið heyrt undir Bjarna Benediktsson frá árinu 2013 ef undan eru skildir ellefu mánuðir þar sem hann var forsætisráðherra í stuttlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Á vef Sjúkratrygginga kemur fram að hlutverk Sjúkratrygginga sé að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Þá segir að framtíðarsýn Sjúkratrygginga sé stuðlar að bættum lífsgæðum með aðgengi að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu stuðlar að því að hámarka virði heilbrigðisþjónustu er eftirsóknarverður vinnustaður Uppfært klukkan 15:40 Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að skipunin sé gerð á grundvelli heimildar í 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og Sigurður fluttur úr embætti skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Nánari útlistun á reynslu Sigurðar má sjá að neðan. Reynsla nýr forstjóra Sjúkratryggina Sigurður hefur stýrt skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013 og jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Undir skrifstofuna falla öll helstu viðfangsefni sem setja ramma um stjórnun og rekstur ríkiskerfisins, þ.m.t. framkvæmd fjárlaga, fjárstýring, reikningsskil og rekstrarmálefni ríkisins, lánamál, umbótastarf, stafræn umbreyting, eigna- og framkvæmdamál, eignarhald félaga og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Sigurður hefur áður gegnt embætti aðstoðarframkvæmdarstjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirmaður fjármála og stjórnsýslu, starfi sérfræðings í umbótum í opinberum rekstri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og starfi sérfræðings í fjármálaráðuneytinu. Þá stýrði hann um árabil ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum sem veitti stjórnvöldum margháttaða ráðgjöf um umbætur og skipulagsbreytingar í opinberri starfsemi. Sigurður hefur í tengslum við störf sín unnið að fjölþættum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undirbúningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkratryggingar og stofnunar Sjúkratrygginga Íslands árið 2008. Þá situr hann í stjórn Nýs Landspítala ohf. sem annast uppbyggingu á nýjum innviðum Landspítala. Sigurður er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Universitet, með sérhæfingu í heilsuhagfræði og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Vistaskipti Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. 30. nóvember 2022 15:59 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. 7. desember 2022 11:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
María Heimisdóttir sagði upp störfum sem forstjóri í lok nóvember. Hún var skipuð forstjóri árið 2018 af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknu umsóknarferli. María sagðist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún væri vanfjármögnuð. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður Helgi skipaður forstjóri án þess að starfið væri auglýst. Sigurður Helgi hefur frá árinu 2013 starfað sem skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en hann var valinn úr hópi nítján umsækjenda. Sigurður Helgi hefur meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við hagfræði- og áætlanadeild háskólans í Hróarskeldu í Danmörku og bakkalárpróf í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann var eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf. sem veitti ráðgjöf á sviði stjórnsýslu og ríkisfjármála, samningsgerðar, árangursstjórnunar, fjármálastjórnar, kostnaðargreiningar og starfsmannamála. Á árunum 2001 til 2004 var hann aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður fjármála og stjórnsýslu Norrænu ráðherranefndarinnar. Sigurður Helgi starfaði jafnframt um fjögurra ára skeið hjá OECD í fjárlaga- og stjórnunardeild opinberrar stjórnsýslu (PUMA). Á fyrri hluta 10. áratugarins starfaði Sigurður Helgi í fjármálaráðuneytinu, meðal annars að ráðgjöf um nýskipan í ríkisrekstri. Þakklátur fyrir tækifærið Sigurður Helgi segir í samtali við Vísi að honum lítist vel á starfið sem sé spennandi og mjög mikilvæg stofnun í heilbrigðiskerfinu. „Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að takast á við þetta,“ segir Sigurður. Gert er ráð fyrir því að hann hefji störf 1. febrúar. Hann vildi ekki ræða skipunina frekar í bili enda ekki búið að greina formlega frá vistaskiptunum. „Ég á eftir að hitta starfsfólkið, ræða við það og kynna mér starfsemina,“ segir Sigurður. Uppi varð fótur og fit fyrir rúmum þremur mánuðum þegar Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra skipaði Hörpu Þórisdóttur þjóðminjavörð án þess að staðan væri auglýst. Flokksbróðir Lilju í Framsókn er Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Fjármálaráðuneytið hefur nánast óslitið heyrt undir Bjarna Benediktsson frá árinu 2013 ef undan eru skildir ellefu mánuðir þar sem hann var forsætisráðherra í stuttlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Á vef Sjúkratrygginga kemur fram að hlutverk Sjúkratrygginga sé að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu. Þá segir að framtíðarsýn Sjúkratrygginga sé stuðlar að bættum lífsgæðum með aðgengi að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu stuðlar að því að hámarka virði heilbrigðisþjónustu er eftirsóknarverður vinnustaður Uppfært klukkan 15:40 Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að skipunin sé gerð á grundvelli heimildar í 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og Sigurður fluttur úr embætti skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Nánari útlistun á reynslu Sigurðar má sjá að neðan. Reynsla nýr forstjóra Sjúkratryggina Sigurður hefur stýrt skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013 og jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Undir skrifstofuna falla öll helstu viðfangsefni sem setja ramma um stjórnun og rekstur ríkiskerfisins, þ.m.t. framkvæmd fjárlaga, fjárstýring, reikningsskil og rekstrarmálefni ríkisins, lánamál, umbótastarf, stafræn umbreyting, eigna- og framkvæmdamál, eignarhald félaga og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Sigurður hefur áður gegnt embætti aðstoðarframkvæmdarstjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirmaður fjármála og stjórnsýslu, starfi sérfræðings í umbótum í opinberum rekstri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og starfi sérfræðings í fjármálaráðuneytinu. Þá stýrði hann um árabil ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum sem veitti stjórnvöldum margháttaða ráðgjöf um umbætur og skipulagsbreytingar í opinberri starfsemi. Sigurður hefur í tengslum við störf sín unnið að fjölþættum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undirbúningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkratryggingar og stofnunar Sjúkratrygginga Íslands árið 2008. Þá situr hann í stjórn Nýs Landspítala ohf. sem annast uppbyggingu á nýjum innviðum Landspítala. Sigurður er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Universitet, með sérhæfingu í heilsuhagfræði og stjórnun heilbrigðisþjónustu.
Reynsla nýr forstjóra Sjúkratryggina Sigurður hefur stýrt skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013 og jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Undir skrifstofuna falla öll helstu viðfangsefni sem setja ramma um stjórnun og rekstur ríkiskerfisins, þ.m.t. framkvæmd fjárlaga, fjárstýring, reikningsskil og rekstrarmálefni ríkisins, lánamál, umbótastarf, stafræn umbreyting, eigna- og framkvæmdamál, eignarhald félaga og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Sigurður hefur áður gegnt embætti aðstoðarframkvæmdarstjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirmaður fjármála og stjórnsýslu, starfi sérfræðings í umbótum í opinberum rekstri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og starfi sérfræðings í fjármálaráðuneytinu. Þá stýrði hann um árabil ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum sem veitti stjórnvöldum margháttaða ráðgjöf um umbætur og skipulagsbreytingar í opinberri starfsemi. Sigurður hefur í tengslum við störf sín unnið að fjölþættum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undirbúningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkratryggingar og stofnunar Sjúkratrygginga Íslands árið 2008. Þá situr hann í stjórn Nýs Landspítala ohf. sem annast uppbyggingu á nýjum innviðum Landspítala. Sigurður er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Universitet, með sérhæfingu í heilsuhagfræði og stjórnun heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Vistaskipti Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. 30. nóvember 2022 15:59 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. 7. desember 2022 11:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. 30. nóvember 2022 15:59
María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12
Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. 7. desember 2022 11:41