Vinkonurnar óttast að nýi kærastinn spilli hlaupunum Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 22:49 Mari Järsk er ein fremsta hlaupakona landsins. Vonandi breytir nýr kærasti því ekki. Vísir/Sigurjón Hlaupakonan Mari Järsk segir vinkonur sínar hafa miklar áhyggjur af því að nýlegt ástarævintýri hennar spilli hlaupaferli hennar. Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan: Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira