Hver eru þín gildi? Jón Jósafat Björnsson skrifar 5. janúar 2023 10:30 Það er auðvelt að láta berast með straumnum og eyða miklum tíma í að lesa fyrirsagnir og fletta samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að straumurinn beri okkur þangað sem við viljum fara eða vera. Í upphafi hvers árs er gott tækifæri til að huga að eigin velferð og ef til vill leiðrétta kúrsinn ef okkur hefur borið af leið. Gildi virka sem innri áttaviti en þau eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari. Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur. Hvernig ákveður maður gildi? Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar að lifa eftir. Ein leið til að finna mikilvægustu gildin er að klippa niður blað í t.d. 20 miða og skrifa eitt gildi á hvern miða. Fækka svo gildunum fyrst um helming og svo aftur um helming þannig að 5 gildi standi eftir. Þú getur síðan raðað þeim í mikilvægisröð. Til að fá hugmyndir af gildum er auðvelt að spyrja Google. Uppruni gilda Gildin okkar tengjast flest; menningu, trú, stjórnmálaskoðunum, menntun, starfi okkar, reynslu eða uppeldi. Á mínu æskuheimili var ekki formlega sest niður til að ræða gildi en engu að síður var það kýr-skýrt hvaða gildi voru í hávegum höfð. Ég get nefnt gildi eins og; frændrækni, dugnaður, heilindi, ráðdeild og hjálpsemi. Enginn afsláttur var veittur af þessum gildum. Árekstur gilda Forgangsröðun gilda getur orsakað árekstra í samskiptum og getur búið til ólíka sýn á aðstæður. Tökum dæmi: Tveir aðilar vinna hjá sama fyrirtæki og annar aðilinn setur gildið heiðarleika í fyrsta sæti en hinn hollustu. Upp kemur staða þar sem þeir verða áskynja að yfirmaður þeirra viðhefur ósiðlegt athæfi. Sá aðili sem hefur heiðarleika í fyrsta sæti hefur ríka þörf fyrir að láta vita af hegðun yfirmannsins á meðan hinn tekur hollustu við yfirmanninn framyfir. Ungt fólk hefur áhuga á gildum Svo árum skiptir höfum við hjá Dale Carnegie farið í skóla og félagsmiðstöðvar og rætt um gildi við ungt fólk. Við höfum prentað rifgataðar arkir með 30 gildum sem við gefum krökkunum sem flokka og forgangsraða gildum og nota útilokunaraðferðina til að finna þau gildi sem þau tengja mest við. Oft er þetta í fyrsta sinn sem þau heyra um hugtakið en það dregur ekki úr áhuganum. Þau fara síðan með gilda-spjöldin heim og í kjölfarið fáum við hrós og þakkir frá foreldrum fyrir framtakið. Nú í upphafi ársins skora ég á þig lesandi góður að gefa þér nokkrar mínútur til að hugleiða gildin þín og hvernig manneskja þú vilt vera í nútíð og framtíð. Gleðilegt ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að láta berast með straumnum og eyða miklum tíma í að lesa fyrirsagnir og fletta samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að straumurinn beri okkur þangað sem við viljum fara eða vera. Í upphafi hvers árs er gott tækifæri til að huga að eigin velferð og ef til vill leiðrétta kúrsinn ef okkur hefur borið af leið. Gildi virka sem innri áttaviti en þau eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari. Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur. Hvernig ákveður maður gildi? Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar að lifa eftir. Ein leið til að finna mikilvægustu gildin er að klippa niður blað í t.d. 20 miða og skrifa eitt gildi á hvern miða. Fækka svo gildunum fyrst um helming og svo aftur um helming þannig að 5 gildi standi eftir. Þú getur síðan raðað þeim í mikilvægisröð. Til að fá hugmyndir af gildum er auðvelt að spyrja Google. Uppruni gilda Gildin okkar tengjast flest; menningu, trú, stjórnmálaskoðunum, menntun, starfi okkar, reynslu eða uppeldi. Á mínu æskuheimili var ekki formlega sest niður til að ræða gildi en engu að síður var það kýr-skýrt hvaða gildi voru í hávegum höfð. Ég get nefnt gildi eins og; frændrækni, dugnaður, heilindi, ráðdeild og hjálpsemi. Enginn afsláttur var veittur af þessum gildum. Árekstur gilda Forgangsröðun gilda getur orsakað árekstra í samskiptum og getur búið til ólíka sýn á aðstæður. Tökum dæmi: Tveir aðilar vinna hjá sama fyrirtæki og annar aðilinn setur gildið heiðarleika í fyrsta sæti en hinn hollustu. Upp kemur staða þar sem þeir verða áskynja að yfirmaður þeirra viðhefur ósiðlegt athæfi. Sá aðili sem hefur heiðarleika í fyrsta sæti hefur ríka þörf fyrir að láta vita af hegðun yfirmannsins á meðan hinn tekur hollustu við yfirmanninn framyfir. Ungt fólk hefur áhuga á gildum Svo árum skiptir höfum við hjá Dale Carnegie farið í skóla og félagsmiðstöðvar og rætt um gildi við ungt fólk. Við höfum prentað rifgataðar arkir með 30 gildum sem við gefum krökkunum sem flokka og forgangsraða gildum og nota útilokunaraðferðina til að finna þau gildi sem þau tengja mest við. Oft er þetta í fyrsta sinn sem þau heyra um hugtakið en það dregur ekki úr áhuganum. Þau fara síðan með gilda-spjöldin heim og í kjölfarið fáum við hrós og þakkir frá foreldrum fyrir framtakið. Nú í upphafi ársins skora ég á þig lesandi góður að gefa þér nokkrar mínútur til að hugleiða gildin þín og hvernig manneskja þú vilt vera í nútíð og framtíð. Gleðilegt ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun