„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. desember 2022 21:31 Kristjana Eir var ekki sátt að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti