Bókaútgefendur tæmdu sjóð sinn strax í október Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 15:39 Heiðar Ingi Svansson er formaður Fíbut. Hann segist þurfa á fund Lilju D. Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að fá úr því skorið hvernig því verði háttað með sjóðinn á nýju ári, hvort 40 milljóna aukafjárveiting til hans muni þá klípast af framlagi ríkisins til sjóðsins á næsta ári. vísir/vilhelm Fjárveiting í endurgreiðslusjóð fyrir bókaútgefendur var fullnýtt strax í október. Ráðuneytið bætti 40 milljónum við til að brúa bilið. Þetta hefur aldrei gerst áður að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar hjá menningarmálaráðuneytinu. Hafþór telur þetta endurspegla þau auknu umsvif sem eru í íslenskri bókaútgáfu. „Í desember ákvað ráðherra að mæta þessari auknu fjárþörf sjóðsins með því nýta heimild í lögum um opinber fjármál og færa til fjárveitingar innan málaflokksins á árinu 2022, að upphæð 40 milljónir króna. Þær hafa nú þegar verið greiddar út. Endanlegar tölur um fjárþörf fyrir endurgreiðslusjóðinn árið 2022 liggja ekki fyrir en áætlað er að greiða það sem út af stendur í janúar næstkomandi þegar að endurnýjuð fjárheimild fyrir sjóðinn tekur gildi,“ segir Hafþór. Heiðar Ingi Svansson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þetta rétt. Ráðherra hafi ákveðið að brúa bilið og segist hann þurfa að setjast niður með honum til að fá úr því skorið hvort það framlag reiknist þá til frádráttar því sem ætlað er í sjóðinn á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum var framlag til sjóðsins 384,8 milljónir. Á næsta ári, eða 2023, er það svo samkvæmt fjárlögum 375,7 milljónir og hefur þá lækkað um 2 prósent á ári síðan að hún tók gildi árið 2019,“ útskýrir Heiðar Ingi. Upphaflegt framlag ríkisins í sjóðinn voru 400 milljónir en áskilin er aðhaldskrafa á öllum menningarsjóðum milli ára, sem útskýrir lækkunina frá gildistöku laganna. Í fyrra var sjóðurinn 392 milljónir og var þá ekki fullnýttur en samkvæmt skýrslu frá Rannís voru greiddar út 374 milljónir í fyrra. Bókaútgáfa Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Þetta hefur aldrei gerst áður að sögn Hafþórs Eide Hafþórssonar hjá menningarmálaráðuneytinu. Hafþór telur þetta endurspegla þau auknu umsvif sem eru í íslenskri bókaútgáfu. „Í desember ákvað ráðherra að mæta þessari auknu fjárþörf sjóðsins með því nýta heimild í lögum um opinber fjármál og færa til fjárveitingar innan málaflokksins á árinu 2022, að upphæð 40 milljónir króna. Þær hafa nú þegar verið greiddar út. Endanlegar tölur um fjárþörf fyrir endurgreiðslusjóðinn árið 2022 liggja ekki fyrir en áætlað er að greiða það sem út af stendur í janúar næstkomandi þegar að endurnýjuð fjárheimild fyrir sjóðinn tekur gildi,“ segir Hafþór. Heiðar Ingi Svansson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir þetta rétt. Ráðherra hafi ákveðið að brúa bilið og segist hann þurfa að setjast niður með honum til að fá úr því skorið hvort það framlag reiknist þá til frádráttar því sem ætlað er í sjóðinn á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum var framlag til sjóðsins 384,8 milljónir. Á næsta ári, eða 2023, er það svo samkvæmt fjárlögum 375,7 milljónir og hefur þá lækkað um 2 prósent á ári síðan að hún tók gildi árið 2019,“ útskýrir Heiðar Ingi. Upphaflegt framlag ríkisins í sjóðinn voru 400 milljónir en áskilin er aðhaldskrafa á öllum menningarsjóðum milli ára, sem útskýrir lækkunina frá gildistöku laganna. Í fyrra var sjóðurinn 392 milljónir og var þá ekki fullnýttur en samkvæmt skýrslu frá Rannís voru greiddar út 374 milljónir í fyrra.
Bókaútgáfa Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira