Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 11:26 Agnes M. Sigurðardóttir er Biskup Íslands. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. „Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30. Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30.
Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira