Er einhver eftir í Keflavík? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2022 07:00 Það eru ekki margir leikmenn eftir í meistaraflokki karla í fótbolta hjá Keflavík. Vísir/Diego Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð. Keflavík byrjaði á að tapa fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar síðasta sumar en rifu sig í kjölfarið upp og voru hársbreidd frá því að enda í efri hlutanum. Að loknum 22 leikjum var liðið með 28 stig og svo 37 stig að loknum 27 leikjum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þarf Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þau sem um leikmannakaup sjá í Keflavík að vera í yfirvinnu eftir áramót ætli liðið sér að vera samkeppnishæft næsta sumar. Sem stendur hafa níu leikmenn sem komu við sögu í Bestu deildinni 2022 yfirgefið liðið. pic.twitter.com/TPCaw80lbA— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) December 23, 2022 Adam Árni Róbertsson átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu en kom við sögu í flestum leikjum liðsins. Hann hefur samið við Þrótt Vogum í 2. deildinni. Adam Ægir Pálsson var einn besti leikmaður Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann er snúinn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni. Dani Hatakka var fastamaður í vörn liðsins, eins og kom fram hér að ofan er hann farinn í FH. Ivan Kaliuzhnyi, miðjumaður frá Úkraínu, kom aðeins við sögu í sex leikjum liðsins en Sigurður Ragnar bar honum vel söguna og sagði hann hafa breytt leik liðsins til hins betra. Framherjinn Joey Gibbs er farinn í Stjörnuna og vængmaðurinn Kian Williams er farinn til Kanada. Íslandsmeistarar Breiðabliks keyptu Færeyinginn fljúgandi, Patrik Johannesen, fyrir dágóða summu sem ætti að nýtast til að styrkja hópinn. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörðurinn spjaldaglaði, samdi við Öster sem spilar í sænsku B-deildinni. Jafnframt samdi Sindri Kristinn Ólafsson, aðalmarkvörður liðsins og einn af dyggustu þjónum Keflavíkur undanfarin ár, við FH. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikmannamálum Keflavíkur eftir áramót en það ætti að vera líf og fjör á skrifstofu knattspyrnudeildar þangað til Besta deildin fer af stað næsta vor. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Keflavík byrjaði á að tapa fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar síðasta sumar en rifu sig í kjölfarið upp og voru hársbreidd frá því að enda í efri hlutanum. Að loknum 22 leikjum var liðið með 28 stig og svo 37 stig að loknum 27 leikjum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þarf Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þau sem um leikmannakaup sjá í Keflavík að vera í yfirvinnu eftir áramót ætli liðið sér að vera samkeppnishæft næsta sumar. Sem stendur hafa níu leikmenn sem komu við sögu í Bestu deildinni 2022 yfirgefið liðið. pic.twitter.com/TPCaw80lbA— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) December 23, 2022 Adam Árni Róbertsson átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu en kom við sögu í flestum leikjum liðsins. Hann hefur samið við Þrótt Vogum í 2. deildinni. Adam Ægir Pálsson var einn besti leikmaður Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann er snúinn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni. Dani Hatakka var fastamaður í vörn liðsins, eins og kom fram hér að ofan er hann farinn í FH. Ivan Kaliuzhnyi, miðjumaður frá Úkraínu, kom aðeins við sögu í sex leikjum liðsins en Sigurður Ragnar bar honum vel söguna og sagði hann hafa breytt leik liðsins til hins betra. Framherjinn Joey Gibbs er farinn í Stjörnuna og vængmaðurinn Kian Williams er farinn til Kanada. Íslandsmeistarar Breiðabliks keyptu Færeyinginn fljúgandi, Patrik Johannesen, fyrir dágóða summu sem ætti að nýtast til að styrkja hópinn. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörðurinn spjaldaglaði, samdi við Öster sem spilar í sænsku B-deildinni. Jafnframt samdi Sindri Kristinn Ólafsson, aðalmarkvörður liðsins og einn af dyggustu þjónum Keflavíkur undanfarin ár, við FH. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikmannamálum Keflavíkur eftir áramót en það ætti að vera líf og fjör á skrifstofu knattspyrnudeildar þangað til Besta deildin fer af stað næsta vor.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira