Ekki bara jólaboð heldur félagsskapur fyrir hátíðarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 21:00 Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Vísir/Einar Á fimmta hundrað sótti jólaboð Hjálpræðishersins sem fór fram í dag. Gestir sögðust þakklátir fyrir boðið, sem sé mikilvæg samvera fyrir marga sem finna fyrir einmanaleika yfir hátíðarnar. Hangikjötslyktina lagði frá nýja Herkastalanum á Suðurlandsbraut þegar fréttastofu bar þar að garði um klukkan eitt í dag. Jólaboð Hjálpræðishersins fór þar fram, í fyrsta sinn á Þorláksmessu. Tæplega fimm hundruð snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í dag og annar eins fjöldi fékk þar jólagjöf og matarpakka fyrir helgina. Mikill meirihluti þeirra sem snæðir hjá Hjálpræðishernum er af erlendum uppruna, bæði flóttamenn frá Suður-Ameríku, Úkraínumenn og fólk frá Sýrlandi og Afganistan. „Það eru mörg ný andlit hér í dag. Þannig að fólk er greinilega nýkomið og veit ekki hvert það á að fara,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Á fimmta hundrað mættu í jólaboð Hjálpræðishersins í dag.Vísir/Einar Gestum líkaði íslenski jólamaturinn. „Mér fannst maturinn frábær. Mjög góður,“ segir Isaias, sem er flóttamaður frá Venesúela og hefur verið hér á landi í tæpa sjö mánuði. Coralia, vinkona hans frá El Salvador tekur undir: „Já, mjög góður matur. “ Og þau voru fegin félagsskapnum. „Hann er mjög mikilvægur vegna þess að svona fáum við að kynnast nýjum menningarheimum og verja tíma með öðru fólki,“ segir Isaias, sem er einnig sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum. Regina Melara tekur undir þetta en hún er ein þeirra flóttamanna sem nýttu sér þjónustu Hjálpræðishersins fyrstu mánuðina á landinu og hafa síðan fengið þar vinnu. „Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn var það vegna þess að ég var að leita að einhverjum góðum og fallegum stað og vildi kynnast fleiri Íslendingum,“ segir Regina. Jól Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Hangikjötslyktina lagði frá nýja Herkastalanum á Suðurlandsbraut þegar fréttastofu bar þar að garði um klukkan eitt í dag. Jólaboð Hjálpræðishersins fór þar fram, í fyrsta sinn á Þorláksmessu. Tæplega fimm hundruð snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í dag og annar eins fjöldi fékk þar jólagjöf og matarpakka fyrir helgina. Mikill meirihluti þeirra sem snæðir hjá Hjálpræðishernum er af erlendum uppruna, bæði flóttamenn frá Suður-Ameríku, Úkraínumenn og fólk frá Sýrlandi og Afganistan. „Það eru mörg ný andlit hér í dag. Þannig að fólk er greinilega nýkomið og veit ekki hvert það á að fara,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Á fimmta hundrað mættu í jólaboð Hjálpræðishersins í dag.Vísir/Einar Gestum líkaði íslenski jólamaturinn. „Mér fannst maturinn frábær. Mjög góður,“ segir Isaias, sem er flóttamaður frá Venesúela og hefur verið hér á landi í tæpa sjö mánuði. Coralia, vinkona hans frá El Salvador tekur undir: „Já, mjög góður matur. “ Og þau voru fegin félagsskapnum. „Hann er mjög mikilvægur vegna þess að svona fáum við að kynnast nýjum menningarheimum og verja tíma með öðru fólki,“ segir Isaias, sem er einnig sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum. Regina Melara tekur undir þetta en hún er ein þeirra flóttamanna sem nýttu sér þjónustu Hjálpræðishersins fyrstu mánuðina á landinu og hafa síðan fengið þar vinnu. „Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn var það vegna þess að ég var að leita að einhverjum góðum og fallegum stað og vildi kynnast fleiri Íslendingum,“ segir Regina.
Jól Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira