Hleypur 200 kílómetra fyrir málefni sem stendur honum nærri Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2022 19:35 Davíð Rúnar Bjarnason hleypur 200 kílómetra til að vekja athygli á neyð í geðheilbrigðismálum. Vísir/Egill Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Verkefnið ber heitið Hlaup fyrir hausinn og hóf Davíð að hlaupa klukkan 15:00 í gær, sunnudaginn 18. desember. Hann hleypur 10 kílómetra á 20 hlaupabrettum, alls 200 kílómetra á rúmum sólarhring. Brettin 20 voru tekin frá í World Class-ræktarstöðinni í Laugum og var fólk boðið velkomið að manna hin 19 brettin á meðan Davíð hljóp á einu þeirra. Davíð á góða félaga sem hjálpuðu honum að hlaupa í gegnum nóttina en fjölmargir hafa mætt á brettin til að veita honum félagsskap við verkið. Hann segir það vera í anda starfsemi samtakanna. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir Píeta og öll hin brettin sem ég er ekki á eru í raun opin fyrir hvern sem er, sem vill hlaupa með mér, það er svolítið lýsandi fyrir það sem Píeta gerir: Að aðstoða fólk þegar það er eitt,“ „Það hefur hellingur af fólki komið að hlaupa með mér og segir sitt um starfsemi þeirra. Þetta er búið að vera mjög gefandi,“ segir Davíð. Á vini sem hafa fallið fyrir eigin hendi Píeta samtökin sinn forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. En hvers vegna stendur það Davíð nærri? „Ég á marga vini sem hafa verið að leita til þeirra og einhverja sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Svo er ég sjálfur búinn að vera að bíða - geðheilbrigðismálin á Íslandi eru náttúrulega bara í algjöru rugli - ég hef beðið núna í tvö ár og átta mánuði [eftir tíma hjá sálfræðingi],“ „Ég er svona strákur sem passaði aldrei inn í skólann, er ofvirkur og með athyglisbrest, en þegar ég var yngri gat ég bara æft það frá mér. En nú er ég orðinn fullorðinn með barn og vildi athuga hvað ég gæti gert í þessu. Ég hef beðið í tvö ár og átta mánuði og hef ekki einu sinni fengið viðtal hjá sálfræðingi,“ segir Davíð. Þar kemur Píeta inn í myndina, enda biðin afar löng. „Það eru ekki allir sem höndla biðina og allar tölur um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru á uppleið, en samt er þetta svona. Ég bara næ ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Ég held að það þurfti að vekja meiri athygli á starfsemi Píeta,“ segir Davíð. Fólk ekki bara veikt á skrifstofutíma Davíð tekur dæmi af opnunartíma geðdeildar Landspítalans í tengslum við vandræðin í geðheilbrigðismálum. „Geðdeild lokar klukkan sjö á virkum dögum og klukkan fimm um helgar. Bara eins og fólki líði bara illa þangað til þá,“ Þetta snertir mig dálítið, segir Davíð klökkur. Ég vona bara að þetta ýti undir að fólk viti hvað er í gangi“. Hægt er að leggja söfnun Davíðs lið hér: Rn. 0123-26-051873 Kt. 050589-2269 Geðheilbrigði Hlaup Reykjavík Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Verkefnið ber heitið Hlaup fyrir hausinn og hóf Davíð að hlaupa klukkan 15:00 í gær, sunnudaginn 18. desember. Hann hleypur 10 kílómetra á 20 hlaupabrettum, alls 200 kílómetra á rúmum sólarhring. Brettin 20 voru tekin frá í World Class-ræktarstöðinni í Laugum og var fólk boðið velkomið að manna hin 19 brettin á meðan Davíð hljóp á einu þeirra. Davíð á góða félaga sem hjálpuðu honum að hlaupa í gegnum nóttina en fjölmargir hafa mætt á brettin til að veita honum félagsskap við verkið. Hann segir það vera í anda starfsemi samtakanna. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir Píeta og öll hin brettin sem ég er ekki á eru í raun opin fyrir hvern sem er, sem vill hlaupa með mér, það er svolítið lýsandi fyrir það sem Píeta gerir: Að aðstoða fólk þegar það er eitt,“ „Það hefur hellingur af fólki komið að hlaupa með mér og segir sitt um starfsemi þeirra. Þetta er búið að vera mjög gefandi,“ segir Davíð. Á vini sem hafa fallið fyrir eigin hendi Píeta samtökin sinn forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. En hvers vegna stendur það Davíð nærri? „Ég á marga vini sem hafa verið að leita til þeirra og einhverja sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Svo er ég sjálfur búinn að vera að bíða - geðheilbrigðismálin á Íslandi eru náttúrulega bara í algjöru rugli - ég hef beðið núna í tvö ár og átta mánuði [eftir tíma hjá sálfræðingi],“ „Ég er svona strákur sem passaði aldrei inn í skólann, er ofvirkur og með athyglisbrest, en þegar ég var yngri gat ég bara æft það frá mér. En nú er ég orðinn fullorðinn með barn og vildi athuga hvað ég gæti gert í þessu. Ég hef beðið í tvö ár og átta mánuði og hef ekki einu sinni fengið viðtal hjá sálfræðingi,“ segir Davíð. Þar kemur Píeta inn í myndina, enda biðin afar löng. „Það eru ekki allir sem höndla biðina og allar tölur um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru á uppleið, en samt er þetta svona. Ég bara næ ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Ég held að það þurfti að vekja meiri athygli á starfsemi Píeta,“ segir Davíð. Fólk ekki bara veikt á skrifstofutíma Davíð tekur dæmi af opnunartíma geðdeildar Landspítalans í tengslum við vandræðin í geðheilbrigðismálum. „Geðdeild lokar klukkan sjö á virkum dögum og klukkan fimm um helgar. Bara eins og fólki líði bara illa þangað til þá,“ Þetta snertir mig dálítið, segir Davíð klökkur. Ég vona bara að þetta ýti undir að fólk viti hvað er í gangi“. Hægt er að leggja söfnun Davíðs lið hér: Rn. 0123-26-051873 Kt. 050589-2269
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Hlaup Reykjavík Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira