Hleypur 200 kílómetra fyrir málefni sem stendur honum nærri Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2022 19:35 Davíð Rúnar Bjarnason hleypur 200 kílómetra til að vekja athygli á neyð í geðheilbrigðismálum. Vísir/Egill Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Verkefnið ber heitið Hlaup fyrir hausinn og hóf Davíð að hlaupa klukkan 15:00 í gær, sunnudaginn 18. desember. Hann hleypur 10 kílómetra á 20 hlaupabrettum, alls 200 kílómetra á rúmum sólarhring. Brettin 20 voru tekin frá í World Class-ræktarstöðinni í Laugum og var fólk boðið velkomið að manna hin 19 brettin á meðan Davíð hljóp á einu þeirra. Davíð á góða félaga sem hjálpuðu honum að hlaupa í gegnum nóttina en fjölmargir hafa mætt á brettin til að veita honum félagsskap við verkið. Hann segir það vera í anda starfsemi samtakanna. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir Píeta og öll hin brettin sem ég er ekki á eru í raun opin fyrir hvern sem er, sem vill hlaupa með mér, það er svolítið lýsandi fyrir það sem Píeta gerir: Að aðstoða fólk þegar það er eitt,“ „Það hefur hellingur af fólki komið að hlaupa með mér og segir sitt um starfsemi þeirra. Þetta er búið að vera mjög gefandi,“ segir Davíð. Á vini sem hafa fallið fyrir eigin hendi Píeta samtökin sinn forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. En hvers vegna stendur það Davíð nærri? „Ég á marga vini sem hafa verið að leita til þeirra og einhverja sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Svo er ég sjálfur búinn að vera að bíða - geðheilbrigðismálin á Íslandi eru náttúrulega bara í algjöru rugli - ég hef beðið núna í tvö ár og átta mánuði [eftir tíma hjá sálfræðingi],“ „Ég er svona strákur sem passaði aldrei inn í skólann, er ofvirkur og með athyglisbrest, en þegar ég var yngri gat ég bara æft það frá mér. En nú er ég orðinn fullorðinn með barn og vildi athuga hvað ég gæti gert í þessu. Ég hef beðið í tvö ár og átta mánuði og hef ekki einu sinni fengið viðtal hjá sálfræðingi,“ segir Davíð. Þar kemur Píeta inn í myndina, enda biðin afar löng. „Það eru ekki allir sem höndla biðina og allar tölur um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru á uppleið, en samt er þetta svona. Ég bara næ ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Ég held að það þurfti að vekja meiri athygli á starfsemi Píeta,“ segir Davíð. Fólk ekki bara veikt á skrifstofutíma Davíð tekur dæmi af opnunartíma geðdeildar Landspítalans í tengslum við vandræðin í geðheilbrigðismálum. „Geðdeild lokar klukkan sjö á virkum dögum og klukkan fimm um helgar. Bara eins og fólki líði bara illa þangað til þá,“ Þetta snertir mig dálítið, segir Davíð klökkur. Ég vona bara að þetta ýti undir að fólk viti hvað er í gangi“. Hægt er að leggja söfnun Davíðs lið hér: Rn. 0123-26-051873 Kt. 050589-2269 Geðheilbrigði Hlaup Reykjavík Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sjá meira
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Verkefnið ber heitið Hlaup fyrir hausinn og hóf Davíð að hlaupa klukkan 15:00 í gær, sunnudaginn 18. desember. Hann hleypur 10 kílómetra á 20 hlaupabrettum, alls 200 kílómetra á rúmum sólarhring. Brettin 20 voru tekin frá í World Class-ræktarstöðinni í Laugum og var fólk boðið velkomið að manna hin 19 brettin á meðan Davíð hljóp á einu þeirra. Davíð á góða félaga sem hjálpuðu honum að hlaupa í gegnum nóttina en fjölmargir hafa mætt á brettin til að veita honum félagsskap við verkið. Hann segir það vera í anda starfsemi samtakanna. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir Píeta og öll hin brettin sem ég er ekki á eru í raun opin fyrir hvern sem er, sem vill hlaupa með mér, það er svolítið lýsandi fyrir það sem Píeta gerir: Að aðstoða fólk þegar það er eitt,“ „Það hefur hellingur af fólki komið að hlaupa með mér og segir sitt um starfsemi þeirra. Þetta er búið að vera mjög gefandi,“ segir Davíð. Á vini sem hafa fallið fyrir eigin hendi Píeta samtökin sinn forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. En hvers vegna stendur það Davíð nærri? „Ég á marga vini sem hafa verið að leita til þeirra og einhverja sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Svo er ég sjálfur búinn að vera að bíða - geðheilbrigðismálin á Íslandi eru náttúrulega bara í algjöru rugli - ég hef beðið núna í tvö ár og átta mánuði [eftir tíma hjá sálfræðingi],“ „Ég er svona strákur sem passaði aldrei inn í skólann, er ofvirkur og með athyglisbrest, en þegar ég var yngri gat ég bara æft það frá mér. En nú er ég orðinn fullorðinn með barn og vildi athuga hvað ég gæti gert í þessu. Ég hef beðið í tvö ár og átta mánuði og hef ekki einu sinni fengið viðtal hjá sálfræðingi,“ segir Davíð. Þar kemur Píeta inn í myndina, enda biðin afar löng. „Það eru ekki allir sem höndla biðina og allar tölur um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru á uppleið, en samt er þetta svona. Ég bara næ ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Ég held að það þurfti að vekja meiri athygli á starfsemi Píeta,“ segir Davíð. Fólk ekki bara veikt á skrifstofutíma Davíð tekur dæmi af opnunartíma geðdeildar Landspítalans í tengslum við vandræðin í geðheilbrigðismálum. „Geðdeild lokar klukkan sjö á virkum dögum og klukkan fimm um helgar. Bara eins og fólki líði bara illa þangað til þá,“ Þetta snertir mig dálítið, segir Davíð klökkur. Ég vona bara að þetta ýti undir að fólk viti hvað er í gangi“. Hægt er að leggja söfnun Davíðs lið hér: Rn. 0123-26-051873 Kt. 050589-2269
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Hlaup Reykjavík Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sjá meira