Hallbera deilir myndum af henni og Svíanum Lukas Arndt á Instagram. Arndt er leikgreinandi hjá sænska knattspyrnufélaginu AIK en Hallbera spilaði um tíma með kvennaliði félagsins.
Hallbera og Lukas byrjuðu saman fyrr á árinu og eru nú á leið til Íslands þar sem vænta má að haldið verði upp á jólin með pompi og prakt á Akranesi, heimabæ Hallberu.
Hallbera lagði skóna á hilluna í sumar að loknu Evrópumóti kvennalandsliða í Englandi. Hún fór með landsliðinu á þrjú Evrópumót en hún spilaði 131 landsleik og skoraði þrjú mörk.
Þá varð Hallbera fimm sinnum Íslandsmeistari með Val og spilaði sem atvinnumaður í Svíþjóð og Ítalíu.