Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2022 22:00 Svona lítur fyrirhuguð viðbygging við Stjórnarráðið út. Húsið við Bankastræti yrði þarna þétt upp við fyrir aftan - alltof þétt, að mati FSRE. Argos Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi. Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra. Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra.
Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira