Slæm staða KR og Þórs: Fjórtán síðustu lið hafa fallið eftir svona slaka byrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2022 12:30 Jordan Semple er að skora yfir 20 stig að meðaltali í leik fyrir KR. Vísir/Bára KR og Þór Þorlákshöfn hafa unnið alla Íslandsmeistaratitla frá árinu 2014 nema einn. Nú sitja þau hins vegar hlið við hlið í fallsæti og saga liða í þeirra stöðu er ekki falleg. Eini sigur KR er í leik sínum á móti Þór og því þurfa Þorlákshafnarmenn að sitja í neðsta sætinu. Eini sigur Þórs er endurkomusigur á móti Keflavík. Bæði liðin hafa tapað hinum sjö leikjum sínum og nú þurfa þau bæði tvo sigra til að sleppa úr fallsæti. Höttur og ÍR eru fjórum stigum fyrir ofan þau og það sem meira er að þau eru líka betri í innbyrðis leikjum. Bæði KR og Þór þurfa því í raun sex stig til að sleppa úr fallsæti er þrefalt fleiri sigra en þau hafa unnið í fyrstu átta umferðunum. Útlitið er því mjög dökkt bæði í Vesturbænum og í Þorlákshöfn og bláköld staðreynd málsins er gengi liða í sömu stöðu undanfarin ár. Frá og með keppnistímabilinu 2011-12 hafa fjórtán lið aðeins unnið unnið einn leik eða færri í fyrstu átta umferðunum. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa fallið úr deildinni um vorið. Tíu af þeim hafa endað í neðsta sæti deildarinnar. Frá hruni hefur aðeins eitt lið náð að bjarga sæti sínu eftir svo slæma byrjun en það var lið ÍR tímabilið 2010 til 2011. ÍR-ingar töpuðu þá sjö af fyrstu átta leikjum sínum. ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í níunda leik og voru komnir með þrjá sigra fyrir áramót. Þeir komust hins vegar alla leið upp í sjötta sætið með því að vinna sjö af ellefu leikjum sínum eftir áramót. Miklu munaði um komu James Bartolotta eftir áramótin en hann var með 22,5 stig og 3,6 stoðsendingar í leik og setti niður 49 prósent þriggja stiga skota sinna. Miklu munaði líka að fá Sveinbjörn Claessen aftur inn í liðð en ÍR-liðið tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins án hans. Hér fyrir neðan má sjá þessi fjórtán lið sem hafa staðið í sömu sporum og KR-ingar og Þórsarar í dag. Síðustu lið sem hafa byrjað 1-7 eða 0-8: KR 2023 1-7 (???) Þór Þorl. 2023 1-7 (???) Þór Ak. 2022 0-8 FALL (12. sæti) Haukar 2021 1-7 FALL (12.) Fjölnir 2020 1-7 FALL (12.) Þór Ak. 2020 0-8 FALL (11.) Breiðablik 2019 1-7 FALL (12.) Höttur 2018 0-8 FALL (12.) Snæfell 2017 0-8 FALL (12.) FSu 2016 1-7 FALL (11.) Höttur 2016 0-8 FALL (12.) Skallagrímur 2015 1-7 FALL (12.) KFÍ 2014 1-7 FALL (11.) Valur 2014 1-7 FALL (12.) Tindastóll 2013 1-7 FALL (11.) Valur 2012 0-8 FALL (12.) Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Eini sigur KR er í leik sínum á móti Þór og því þurfa Þorlákshafnarmenn að sitja í neðsta sætinu. Eini sigur Þórs er endurkomusigur á móti Keflavík. Bæði liðin hafa tapað hinum sjö leikjum sínum og nú þurfa þau bæði tvo sigra til að sleppa úr fallsæti. Höttur og ÍR eru fjórum stigum fyrir ofan þau og það sem meira er að þau eru líka betri í innbyrðis leikjum. Bæði KR og Þór þurfa því í raun sex stig til að sleppa úr fallsæti er þrefalt fleiri sigra en þau hafa unnið í fyrstu átta umferðunum. Útlitið er því mjög dökkt bæði í Vesturbænum og í Þorlákshöfn og bláköld staðreynd málsins er gengi liða í sömu stöðu undanfarin ár. Frá og með keppnistímabilinu 2011-12 hafa fjórtán lið aðeins unnið unnið einn leik eða færri í fyrstu átta umferðunum. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa fallið úr deildinni um vorið. Tíu af þeim hafa endað í neðsta sæti deildarinnar. Frá hruni hefur aðeins eitt lið náð að bjarga sæti sínu eftir svo slæma byrjun en það var lið ÍR tímabilið 2010 til 2011. ÍR-ingar töpuðu þá sjö af fyrstu átta leikjum sínum. ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í níunda leik og voru komnir með þrjá sigra fyrir áramót. Þeir komust hins vegar alla leið upp í sjötta sætið með því að vinna sjö af ellefu leikjum sínum eftir áramót. Miklu munaði um komu James Bartolotta eftir áramótin en hann var með 22,5 stig og 3,6 stoðsendingar í leik og setti niður 49 prósent þriggja stiga skota sinna. Miklu munaði líka að fá Sveinbjörn Claessen aftur inn í liðð en ÍR-liðið tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins án hans. Hér fyrir neðan má sjá þessi fjórtán lið sem hafa staðið í sömu sporum og KR-ingar og Þórsarar í dag. Síðustu lið sem hafa byrjað 1-7 eða 0-8: KR 2023 1-7 (???) Þór Þorl. 2023 1-7 (???) Þór Ak. 2022 0-8 FALL (12. sæti) Haukar 2021 1-7 FALL (12.) Fjölnir 2020 1-7 FALL (12.) Þór Ak. 2020 0-8 FALL (11.) Breiðablik 2019 1-7 FALL (12.) Höttur 2018 0-8 FALL (12.) Snæfell 2017 0-8 FALL (12.) FSu 2016 1-7 FALL (11.) Höttur 2016 0-8 FALL (12.) Skallagrímur 2015 1-7 FALL (12.) KFÍ 2014 1-7 FALL (11.) Valur 2014 1-7 FALL (12.) Tindastóll 2013 1-7 FALL (11.) Valur 2012 0-8 FALL (12.)
Síðustu lið sem hafa byrjað 1-7 eða 0-8: KR 2023 1-7 (???) Þór Þorl. 2023 1-7 (???) Þór Ak. 2022 0-8 FALL (12. sæti) Haukar 2021 1-7 FALL (12.) Fjölnir 2020 1-7 FALL (12.) Þór Ak. 2020 0-8 FALL (11.) Breiðablik 2019 1-7 FALL (12.) Höttur 2018 0-8 FALL (12.) Snæfell 2017 0-8 FALL (12.) FSu 2016 1-7 FALL (11.) Höttur 2016 0-8 FALL (12.) Skallagrímur 2015 1-7 FALL (12.) KFÍ 2014 1-7 FALL (11.) Valur 2014 1-7 FALL (12.) Tindastóll 2013 1-7 FALL (11.) Valur 2012 0-8 FALL (12.)
Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira