Sigríður hóf flugnám árið 1977 og lauk einkaflugmannsprófi árið 1978, tvítug að aldri. Atvinnuflugmannspróf tók hún árið 1981 og var ráðin til Flugleiða, nú Icelandair, árið 1984.

Þar vann hún allan sinn flugmannsferil og flaug F-27, F-50, Boeing 727, 757 og 767, auk þess að vera tveggja barna móðir. Hún er einnig með próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sýnt frá síðustu lendingu Sigríðar í flugstjórasætinu hjá Icelandair og heiðursmóttöku sem hún hlaut á Keflavíkurflugvelli.
Hér má sjá ítarlegra viðtal við Sigríði þar sem hún segir frábæra samstarfsfélaga standa upp úr á ferlinum: