Landsréttarmálið tveimur árum seinna Haukur Logi Karlsson skrifar 1. desember 2022 10:30 Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsréttarmálið Háskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar