KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. nóvember 2022 23:31 Steinar Aronsson segir að KR-ingar þurfi að losa sig við þjálfarann til að snúa genginu við. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira