Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2022 02:05 Frá vettvangi á Seltjarnarnesi í kvöld. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Af myndbandi sem Vísir hefur undir höndum má sjá á annan tug lögreglumanna á svæðinu. Þar má líka sjá fjölda ungra menntaskólanema í símanum eða á spjalli að ráða ráðum sínum enda bjórkvöldinu lokið fyrr en vonir stóðu til. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tjáði fréttastofu að ekki hefði verið óskað eftir sjúkrabílum í kvöld. Því bendir allt til þess að enginn hafi slasast. Lögreglan á höfuðborgarsvæðin stóð fjölmenna vakt í kvöld og inn í nóttina vegna hótana meðlima tveggja hópa í kjölfar hnífaárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur fyrir viku. Fréttin hefur verið uppfærð Athugasemd ritstjórnar Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að grímuklæddir einstaklingar hefðu mætt á svæðið. Þá var haft eftir lýsingu vitnis að hnífar hefðu verið á lofti. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem náðist í rétt fyrir klukkan tíu í morgun, sagði engan kannast við slíkar lýsingar. Upplýsingar sem Vísir taldi eftir heimildum sínum í fyrri útgáfu fréttarinnar hvað grímur og hnífa varðaði hafa því reynst rangar. Vísir biður lesendur sína afsökunar á þessu. Lögreglumál Seltjarnarnes Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. 25. nóvember 2022 21:05 Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. 25. nóvember 2022 12:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Af myndbandi sem Vísir hefur undir höndum má sjá á annan tug lögreglumanna á svæðinu. Þar má líka sjá fjölda ungra menntaskólanema í símanum eða á spjalli að ráða ráðum sínum enda bjórkvöldinu lokið fyrr en vonir stóðu til. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tjáði fréttastofu að ekki hefði verið óskað eftir sjúkrabílum í kvöld. Því bendir allt til þess að enginn hafi slasast. Lögreglan á höfuðborgarsvæðin stóð fjölmenna vakt í kvöld og inn í nóttina vegna hótana meðlima tveggja hópa í kjölfar hnífaárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur fyrir viku. Fréttin hefur verið uppfærð Athugasemd ritstjórnar Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að grímuklæddir einstaklingar hefðu mætt á svæðið. Þá var haft eftir lýsingu vitnis að hnífar hefðu verið á lofti. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem náðist í rétt fyrir klukkan tíu í morgun, sagði engan kannast við slíkar lýsingar. Upplýsingar sem Vísir taldi eftir heimildum sínum í fyrri útgáfu fréttarinnar hvað grímur og hnífa varðaði hafa því reynst rangar. Vísir biður lesendur sína afsökunar á þessu.
Lögreglumál Seltjarnarnes Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. 25. nóvember 2022 21:05 Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. 25. nóvember 2022 12:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11
Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. 25. nóvember 2022 21:05
Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. 25. nóvember 2022 12:00