Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2022 21:05 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ekki ásæðu til þess að fólk forðist miðbæinn í kvöld. Stöð 2/Steingrímur Dúi Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira