„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2022 22:31 Emil Karel Einarsson dró vagninn fyrir Þórsara þegar liðið snéri taflinu við gegn Keflvíkingum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. „Já, mjög svo og líka bara hvernig við unnum þennan leik, mér fannst það skipta máli. Þegar maður er í svona taphrinu þá þarf maður bara að gera alla skítavinnuna til að ná að klóra sig í fyrsta sigurinn og mér fannt við gera það rosalega vel,“ sagði Emil Karel að leik loknum. „Það var mikil ástríða og mikil stemning. Við vorum að fagna mikið og þetta er bara nákvæmlega það sem við þurftum. Þorlákshafnarbúar tóku vel við sér í stúkunni og hjálpuðu okkur að koma þessu yfir endalínuna.“ Þórsarar lentu í áfalli þegar Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur um miðjan þriðja leikhluta. Í stað þess að hengja haus þjöppuðu Þórsarar sér saman og við tók magnaður viðsnúningur þar sem Emil var í broddi fylkingar. „Það er annað hvort sem við getum gert. Við getum brotnað niður eða eflst við þetta og mér fannst við gera það vel. Mér fannst ég og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] svolítið leiða það að koma geðveikinni í gang. Við vorum svolítið að berja á þeim í vörninni og þá fengum við auðveld stig hinumegin.“ „Og svo var Vinny [Vincent Shahid] bara að búa allt til fyrir okkur. Gæinn gat bara valið hvað hann vildi gera og svo bara að sjá hvað Fotios [Lampropoulos] hefur líka orðið betri eftir að Vinny kom, hann er að fá þægilegri skot fyrir sjálfan sig. Svo erum ég og Dabbi líka að fá meira rými þannig að bara hrós á allt liðið fyrir frábæra frammistöðu.“ Þórsarar heimsækja ÍR-inga næstkomandi fimmtudag í sjöundu umferð Subway-deildar karla og Emil segir að liðið muni klárlega taka sigurinn í kvöld með sér á koddann og reyna að nýta hann í næsta leik. „Að sjálfsögðu. Það er bara sama hugarfar þegar við förum í leikinn á móti ÍR. Við þurfum bara að leggja okkur alla í þetta því við getum ekki verið að slaka á núna. Núna þurfum við bara að bæta í og bæta okkar leik,“ sagði Emil að lokum. Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
„Já, mjög svo og líka bara hvernig við unnum þennan leik, mér fannst það skipta máli. Þegar maður er í svona taphrinu þá þarf maður bara að gera alla skítavinnuna til að ná að klóra sig í fyrsta sigurinn og mér fannt við gera það rosalega vel,“ sagði Emil Karel að leik loknum. „Það var mikil ástríða og mikil stemning. Við vorum að fagna mikið og þetta er bara nákvæmlega það sem við þurftum. Þorlákshafnarbúar tóku vel við sér í stúkunni og hjálpuðu okkur að koma þessu yfir endalínuna.“ Þórsarar lentu í áfalli þegar Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur um miðjan þriðja leikhluta. Í stað þess að hengja haus þjöppuðu Þórsarar sér saman og við tók magnaður viðsnúningur þar sem Emil var í broddi fylkingar. „Það er annað hvort sem við getum gert. Við getum brotnað niður eða eflst við þetta og mér fannst við gera það vel. Mér fannst ég og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] svolítið leiða það að koma geðveikinni í gang. Við vorum svolítið að berja á þeim í vörninni og þá fengum við auðveld stig hinumegin.“ „Og svo var Vinny [Vincent Shahid] bara að búa allt til fyrir okkur. Gæinn gat bara valið hvað hann vildi gera og svo bara að sjá hvað Fotios [Lampropoulos] hefur líka orðið betri eftir að Vinny kom, hann er að fá þægilegri skot fyrir sjálfan sig. Svo erum ég og Dabbi líka að fá meira rými þannig að bara hrós á allt liðið fyrir frábæra frammistöðu.“ Þórsarar heimsækja ÍR-inga næstkomandi fimmtudag í sjöundu umferð Subway-deildar karla og Emil segir að liðið muni klárlega taka sigurinn í kvöld með sér á koddann og reyna að nýta hann í næsta leik. „Að sjálfsögðu. Það er bara sama hugarfar þegar við förum í leikinn á móti ÍR. Við þurfum bara að leggja okkur alla í þetta því við getum ekki verið að slaka á núna. Núna þurfum við bara að bæta í og bæta okkar leik,“ sagði Emil að lokum.
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55