„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2022 22:31 Emil Karel Einarsson dró vagninn fyrir Þórsara þegar liðið snéri taflinu við gegn Keflvíkingum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. „Já, mjög svo og líka bara hvernig við unnum þennan leik, mér fannst það skipta máli. Þegar maður er í svona taphrinu þá þarf maður bara að gera alla skítavinnuna til að ná að klóra sig í fyrsta sigurinn og mér fannt við gera það rosalega vel,“ sagði Emil Karel að leik loknum. „Það var mikil ástríða og mikil stemning. Við vorum að fagna mikið og þetta er bara nákvæmlega það sem við þurftum. Þorlákshafnarbúar tóku vel við sér í stúkunni og hjálpuðu okkur að koma þessu yfir endalínuna.“ Þórsarar lentu í áfalli þegar Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur um miðjan þriðja leikhluta. Í stað þess að hengja haus þjöppuðu Þórsarar sér saman og við tók magnaður viðsnúningur þar sem Emil var í broddi fylkingar. „Það er annað hvort sem við getum gert. Við getum brotnað niður eða eflst við þetta og mér fannst við gera það vel. Mér fannst ég og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] svolítið leiða það að koma geðveikinni í gang. Við vorum svolítið að berja á þeim í vörninni og þá fengum við auðveld stig hinumegin.“ „Og svo var Vinny [Vincent Shahid] bara að búa allt til fyrir okkur. Gæinn gat bara valið hvað hann vildi gera og svo bara að sjá hvað Fotios [Lampropoulos] hefur líka orðið betri eftir að Vinny kom, hann er að fá þægilegri skot fyrir sjálfan sig. Svo erum ég og Dabbi líka að fá meira rými þannig að bara hrós á allt liðið fyrir frábæra frammistöðu.“ Þórsarar heimsækja ÍR-inga næstkomandi fimmtudag í sjöundu umferð Subway-deildar karla og Emil segir að liðið muni klárlega taka sigurinn í kvöld með sér á koddann og reyna að nýta hann í næsta leik. „Að sjálfsögðu. Það er bara sama hugarfar þegar við förum í leikinn á móti ÍR. Við þurfum bara að leggja okkur alla í þetta því við getum ekki verið að slaka á núna. Núna þurfum við bara að bæta í og bæta okkar leik,“ sagði Emil að lokum. Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
„Já, mjög svo og líka bara hvernig við unnum þennan leik, mér fannst það skipta máli. Þegar maður er í svona taphrinu þá þarf maður bara að gera alla skítavinnuna til að ná að klóra sig í fyrsta sigurinn og mér fannt við gera það rosalega vel,“ sagði Emil Karel að leik loknum. „Það var mikil ástríða og mikil stemning. Við vorum að fagna mikið og þetta er bara nákvæmlega það sem við þurftum. Þorlákshafnarbúar tóku vel við sér í stúkunni og hjálpuðu okkur að koma þessu yfir endalínuna.“ Þórsarar lentu í áfalli þegar Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur um miðjan þriðja leikhluta. Í stað þess að hengja haus þjöppuðu Þórsarar sér saman og við tók magnaður viðsnúningur þar sem Emil var í broddi fylkingar. „Það er annað hvort sem við getum gert. Við getum brotnað niður eða eflst við þetta og mér fannst við gera það vel. Mér fannst ég og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] svolítið leiða það að koma geðveikinni í gang. Við vorum svolítið að berja á þeim í vörninni og þá fengum við auðveld stig hinumegin.“ „Og svo var Vinny [Vincent Shahid] bara að búa allt til fyrir okkur. Gæinn gat bara valið hvað hann vildi gera og svo bara að sjá hvað Fotios [Lampropoulos] hefur líka orðið betri eftir að Vinny kom, hann er að fá þægilegri skot fyrir sjálfan sig. Svo erum ég og Dabbi líka að fá meira rými þannig að bara hrós á allt liðið fyrir frábæra frammistöðu.“ Þórsarar heimsækja ÍR-inga næstkomandi fimmtudag í sjöundu umferð Subway-deildar karla og Emil segir að liðið muni klárlega taka sigurinn í kvöld með sér á koddann og reyna að nýta hann í næsta leik. „Að sjálfsögðu. Það er bara sama hugarfar þegar við förum í leikinn á móti ÍR. Við þurfum bara að leggja okkur alla í þetta því við getum ekki verið að slaka á núna. Núna þurfum við bara að bæta í og bæta okkar leik,“ sagði Emil að lokum.
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55