Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:01 Faðirinn hélt áfram að kalla til Brynjars Karls á leið sinni aftur að áhorfendapöllunum. Á meðan biðu leikmenn liðanna. Skjáskot/Vimeo-síða Þórs Þorlákshafnar Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember. Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember.
Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira