Sven-Bertil Taube er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 09:53 Sven-Bertil Taube er látinn, 87 ára að aldri. Wikipedia Einn ástkærasti listamaður Svía, Sven-Bertil Taube, er látinn, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns. Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Fyrsta plata Sven-Bertil kom út árið 1954 þegar hann var tvítugur. Plötuna tók hann upp í Connecticut í Bandaríkjunum þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum. Á plötuni söng hann klassísk sænsk lög. Sex árum seinna gaf hann út aðra plötu þar sem hann söng lög sænska tónskáldsins Carl Michael Bellman. Sama ár gaf hann út aðra plötu þar sem hann söng lög sem faðir hans hafði samið. Á sjöunda og áttunda áratugnum gaf hann út tuttugu breið- og smáskífur en eftir það fór útgáfugleði hans dvalandi. Á sama tíma hóf hann leiklistarferil sinn. Hann lék mikið í leikhúsi, þar á meðal í leikhúsi á West End í London. Hann bjó lengi vel í ensku höfuðborginni. Sven-Bertil þótti afar góður leikari og hlaut mörg verðlaun fyrir leik sinn, þar á meðal fyrir myndirnar En enkel till Antibes sem kom út árið 2011 og Händerna sem kom út árið 1994. Sjón Sven-Bertils fór versnandi með árunum og greindist hann með sjóndepilsrýrnun. Hann ræddi mjög opinskátt um veikindi sín í heimildarmynd um líf hans sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu árið 2016. Svíþjóð Andlát Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Fyrsta plata Sven-Bertil kom út árið 1954 þegar hann var tvítugur. Plötuna tók hann upp í Connecticut í Bandaríkjunum þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum. Á plötuni söng hann klassísk sænsk lög. Sex árum seinna gaf hann út aðra plötu þar sem hann söng lög sænska tónskáldsins Carl Michael Bellman. Sama ár gaf hann út aðra plötu þar sem hann söng lög sem faðir hans hafði samið. Á sjöunda og áttunda áratugnum gaf hann út tuttugu breið- og smáskífur en eftir það fór útgáfugleði hans dvalandi. Á sama tíma hóf hann leiklistarferil sinn. Hann lék mikið í leikhúsi, þar á meðal í leikhúsi á West End í London. Hann bjó lengi vel í ensku höfuðborginni. Sven-Bertil þótti afar góður leikari og hlaut mörg verðlaun fyrir leik sinn, þar á meðal fyrir myndirnar En enkel till Antibes sem kom út árið 2011 og Händerna sem kom út árið 1994. Sjón Sven-Bertils fór versnandi með árunum og greindist hann með sjóndepilsrýrnun. Hann ræddi mjög opinskátt um veikindi sín í heimildarmynd um líf hans sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu árið 2016.
Svíþjóð Andlát Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira