„Stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 12:31 Baldur Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning þess efnis að starfa áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari næstu árin. vísir/Arnar Eftir að hafa verið einum sigri frá því að gera Tindastól að Íslandsmeistara í körfubolta í fyrsta sinn söðlaði Baldur Þór Ragnarsson um í sumar og tók til starfa hjá þýska stórliðinu Ratiopharm Ulm. Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira