„Ég þarf bara að sækja peninginn annað“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur leikið með Hetti og nú Tindastóli síðan að hann skildi við ÍR. Hann fór með Stólunum í úrslit í vor, rétt eins og með ÍR árið 2019. vísir/bára „Það eina sem Hæstiréttur segir er að ég eigi ekki að leita til körfuknattleiksdeildarinnar heldur félagsins alls. Það er þá það sem ég mun gera,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuboltamaður, sem enn stendur í launadeilu við sína gömlu vinnuveitendur hjá ÍR. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“ Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“
Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira