Sá þaulsætnasti í sögunni stýrir Íslandi áfram Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2022 11:34 Craig Pedersen fór með Íslandi á EM 2015 og 2017 og gæti mögulega stýrt liðinu á HM á næsta ári. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eini landsliðsþjálfarinn sem komið hefur Íslandi í lokakeppni stórmóts í körfubolta, Kanadamaðurinn Craig Pedersen, skrifaði í Laugardalshöllinni í dag undir samning þess efnis að hann þjálfi áfram íslenska karlalandsliðið. Samningurinn sem Craig undirritaði gildir út undankeppni EM 2025, og fram yfir lokakeppnina ef Ísland kemst þangað, og því ljóst að hann mun stýra íslenska landsliðinu í að minnsta kosti áratug. Craig, sem er 57 ára, tók nefnilega við landsliðinu í ársbyrjun 2014 og stýrði því inn í lokakeppni EM 2015 og EM 2017. Hann á möguleika á að gera Ísland að fámennustu þjóð sögunnar til að spila á HM á næsta ári, en til þess þarf liðið á góðum úrslitum að halda á föstudag gegn Georgíu í Laugardalshöll og gegn Úkraínu í Lettlandi á mánudag. Áður en hann tók við Íslandi hafði hann verið aðstoðarþjálfari danska landsliðsins og stýrt danska liðinu Svendborg Rabbits við afar góðan orðstír. Craig tók við íslenska liðinu í lok janúar 2014 og hefur því verið þjálfari liðsins í 3.204 daga. Enginn þjálfari hefur stýrt liðinu samfleytt í svo langan tíma. Einar Bollason stýrði þó liðinu lengur, ýmist einn eða með öðrum þjálfara, en með nokkrum hléum, samtals í 3.780 daga samkvæmt yfirliti á vef KKÍ. Craig mun taka fram úr Einari í þessum efnum starfi hann út samningstímann. Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson skrifuðu einnig undir samning þess efnis að verða áfram aðstoðarþjálfarar. Baldur, sem þjálfar varalið Ratiopharm Ulm í Þýskalandi, hefur verið aðstoðarmaður Craigs frá því í árslok 2015. Hjalti, þjálfari Keflavíkur, tók við sem aðstoðarþjálfari af Finni Frey Stefánssyni undir lok árs 2017. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Samningurinn sem Craig undirritaði gildir út undankeppni EM 2025, og fram yfir lokakeppnina ef Ísland kemst þangað, og því ljóst að hann mun stýra íslenska landsliðinu í að minnsta kosti áratug. Craig, sem er 57 ára, tók nefnilega við landsliðinu í ársbyrjun 2014 og stýrði því inn í lokakeppni EM 2015 og EM 2017. Hann á möguleika á að gera Ísland að fámennustu þjóð sögunnar til að spila á HM á næsta ári, en til þess þarf liðið á góðum úrslitum að halda á föstudag gegn Georgíu í Laugardalshöll og gegn Úkraínu í Lettlandi á mánudag. Áður en hann tók við Íslandi hafði hann verið aðstoðarþjálfari danska landsliðsins og stýrt danska liðinu Svendborg Rabbits við afar góðan orðstír. Craig tók við íslenska liðinu í lok janúar 2014 og hefur því verið þjálfari liðsins í 3.204 daga. Enginn þjálfari hefur stýrt liðinu samfleytt í svo langan tíma. Einar Bollason stýrði þó liðinu lengur, ýmist einn eða með öðrum þjálfara, en með nokkrum hléum, samtals í 3.780 daga samkvæmt yfirliti á vef KKÍ. Craig mun taka fram úr Einari í þessum efnum starfi hann út samningstímann. Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson skrifuðu einnig undir samning þess efnis að verða áfram aðstoðarþjálfarar. Baldur, sem þjálfar varalið Ratiopharm Ulm í Þýskalandi, hefur verið aðstoðarmaður Craigs frá því í árslok 2015. Hjalti, þjálfari Keflavíkur, tók við sem aðstoðarþjálfari af Finni Frey Stefánssyni undir lok árs 2017.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira