„Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Jón Axel Guðmundsson er bjartsýnn á að íslenska liðið geti tryggt sér sæti á HM. Vísir/Arnar Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gekk í raðir ítalska félagsins Pesaro eftir stutt stopp hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík. Hann verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Georgíu i Laugardalshöll í forkeppni HM næstkomandi föstudag. „Ég var bara með klásúlu í samningnum mínum og var alltaf að leita að því að fara út til Evrópu. Ég kom heim og lék með heimafélaginu og það er bara eins og það er. Auðvitað er draumurinn alltaf að leita út og það gekk bara upp í þetta skipti hjá mér,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi í gær. „Þeir eru búnir að segja við mig eftir að ég kom þarna út að þeir vilja bara að ég klári tímabilið með þeim. Samingurinn er bara þrír og svo getum við báðir skoðað okkar mál eftir það, en þeir eru bara að leita að peningum til að klára út árið. Þeir eru allir búnir að segja við mig, þjálfarinn og sponsorarnir, að þeir vilja að ég klári út árið.“ En hvernig lýst Jóni á komandi tíma í ítölsku deildinni eftir stutta dvöl þar í landi? „Bara mjög vel. Fyrir mér er þetta bara geggjaður klúbbur og ég fékk mjög góðar móttökur fyrstu fjóra dagana sem ég var þarna. Þannig að þetta verður bara geggjað tímabil held ég.“ „Maður verður bara að vera þolinmóður í þessum bolta því það kemur alltaf eitthvað. Það voru svo sem einhver tilboð að koma í sumar, en ekkert eitthvað sem mér fannst meira spennandi en að vera að spila heima þannig það var bara verið að bíða eftir þessu stóra tilboði frá stóru deildunum. Svo komu þau bara í fljótlega í enda október og þá var þetta frekar auðvelt val fyrir mig.“ HM-sætið í okkar höndum Framundan er krefjandi verkefni hjá Jóni Axeli og félögum í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Liðið mætir Georgíu næstkomandi föstudag, en liðin eru í harðri baráttu um sHM-sæti. „Þetta er náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM og við séum svona ógeðslega nálægt því. En þetta er búin að vera margra ára vinna og ég man bara þegar við vorum að spila við Kósovó og svona smærri þjóðir að þá fann maður að við vorum bara langt yfir þeim og okkur fannst öllum að við ættum ekkert heima með þeim í riðlum.“ „Mér finnst við vera búnir að vinna vel og það sést bara á öllum leikmönnum hvað allir eru að fara upp á hærra „level“ í Evrópu og það skilar sér bara inni á velli þegar við erum að spila allir saman.“ Eftir sterka sigra íslenska liðsins gegn Úkraínu og Ítalíu er Jón Axel bjartsýnn á það að liðið geti tryggt sér sæti á HM. „Mér finnst það mjög raunhæft. Og það besta við það er að þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á nein önnur lið. Við þurfum bara að gera okkar hlutverk og ef við gerum það vel þá er sætið á HM okkar.“ Klippa: Jón Axel: Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM „Verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni“ Leikur Íslands gegn Georgíu fer fram í Laugardalshöll, en langt er um liðið síðan íslenskt landslið lék í höllinni. Hingað til hefur íslenska körfuboltalandsliðið leikið leiki sína í Ólafssal á Ásvöllum, en Jón segir það gott að snúa aftur í höllina, þrátt fyrir að tími liðsins í Ólafssal hafi verið góður. „Við höfum ekki tapað leik í Ólafssal, en auðvitað verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni. Maður á margar góðar minningar þaðan líka þannig að þetta verður bara fjör og vonandi verður bara fullt hús og góð stemning.“ Að lokum segir Jón að leikurinn gegn Georgíu verði krefjandi, en að íslenska liðið ætli sér að mæta vel undirbúið. „Ég held að við vitum allir hvað þeir geta. Þeir eru náttúrulega með fullt af Evrópuleikmönum á „high caliber“ og nokkra Evrópudeildarleikmenn. Sem betur fer missa þeir einn NBA-gæja út. Við vitum mikið um liðið bara frá seinasta glugga líka þannig það er bara að mæta vel stemndir í leikinn og vonandi verða allir heilir hjá okkur og tilbúnir að spila á föstudaginn,“ sagði Jón Axel að lokum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
„Ég var bara með klásúlu í samningnum mínum og var alltaf að leita að því að fara út til Evrópu. Ég kom heim og lék með heimafélaginu og það er bara eins og það er. Auðvitað er draumurinn alltaf að leita út og það gekk bara upp í þetta skipti hjá mér,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi í gær. „Þeir eru búnir að segja við mig eftir að ég kom þarna út að þeir vilja bara að ég klári tímabilið með þeim. Samingurinn er bara þrír og svo getum við báðir skoðað okkar mál eftir það, en þeir eru bara að leita að peningum til að klára út árið. Þeir eru allir búnir að segja við mig, þjálfarinn og sponsorarnir, að þeir vilja að ég klári út árið.“ En hvernig lýst Jóni á komandi tíma í ítölsku deildinni eftir stutta dvöl þar í landi? „Bara mjög vel. Fyrir mér er þetta bara geggjaður klúbbur og ég fékk mjög góðar móttökur fyrstu fjóra dagana sem ég var þarna. Þannig að þetta verður bara geggjað tímabil held ég.“ „Maður verður bara að vera þolinmóður í þessum bolta því það kemur alltaf eitthvað. Það voru svo sem einhver tilboð að koma í sumar, en ekkert eitthvað sem mér fannst meira spennandi en að vera að spila heima þannig það var bara verið að bíða eftir þessu stóra tilboði frá stóru deildunum. Svo komu þau bara í fljótlega í enda október og þá var þetta frekar auðvelt val fyrir mig.“ HM-sætið í okkar höndum Framundan er krefjandi verkefni hjá Jóni Axeli og félögum í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Liðið mætir Georgíu næstkomandi föstudag, en liðin eru í harðri baráttu um sHM-sæti. „Þetta er náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM og við séum svona ógeðslega nálægt því. En þetta er búin að vera margra ára vinna og ég man bara þegar við vorum að spila við Kósovó og svona smærri þjóðir að þá fann maður að við vorum bara langt yfir þeim og okkur fannst öllum að við ættum ekkert heima með þeim í riðlum.“ „Mér finnst við vera búnir að vinna vel og það sést bara á öllum leikmönnum hvað allir eru að fara upp á hærra „level“ í Evrópu og það skilar sér bara inni á velli þegar við erum að spila allir saman.“ Eftir sterka sigra íslenska liðsins gegn Úkraínu og Ítalíu er Jón Axel bjartsýnn á það að liðið geti tryggt sér sæti á HM. „Mér finnst það mjög raunhæft. Og það besta við það er að þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á nein önnur lið. Við þurfum bara að gera okkar hlutverk og ef við gerum það vel þá er sætið á HM okkar.“ Klippa: Jón Axel: Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM „Verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni“ Leikur Íslands gegn Georgíu fer fram í Laugardalshöll, en langt er um liðið síðan íslenskt landslið lék í höllinni. Hingað til hefur íslenska körfuboltalandsliðið leikið leiki sína í Ólafssal á Ásvöllum, en Jón segir það gott að snúa aftur í höllina, þrátt fyrir að tími liðsins í Ólafssal hafi verið góður. „Við höfum ekki tapað leik í Ólafssal, en auðvitað verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni. Maður á margar góðar minningar þaðan líka þannig að þetta verður bara fjör og vonandi verður bara fullt hús og góð stemning.“ Að lokum segir Jón að leikurinn gegn Georgíu verði krefjandi, en að íslenska liðið ætli sér að mæta vel undirbúið. „Ég held að við vitum allir hvað þeir geta. Þeir eru náttúrulega með fullt af Evrópuleikmönum á „high caliber“ og nokkra Evrópudeildarleikmenn. Sem betur fer missa þeir einn NBA-gæja út. Við vitum mikið um liðið bara frá seinasta glugga líka þannig það er bara að mæta vel stemndir í leikinn og vonandi verða allir heilir hjá okkur og tilbúnir að spila á föstudaginn,“ sagði Jón Axel að lokum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira