Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 11:59 Barack Obama og Joe Biden voru kampakátir á sviði í Fíladelfíu í gær jafnvel þó að flest bendi til þess að flokkur þeirra missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi. AP/Patrick Semansky Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32