Segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 19:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikla uppbyggingu yfirstaðna og enn meiri væntanlega á næstu árum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða. Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða.
Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02
„Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00