Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 09:54 Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, boðar að Svíar ætli að úthýsa tveimur kúrdískum samtökum sem Tyrkir líta á sem hryðjuverkasamtök. Svo virðist sem það sé verð sem Svíar þurfa að greiða til að Tyrkir láti af andstöðu við NATO-aðild þeirra. AP/Fredrik Sandberg/TT fréttaveitan Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda. Svíar og Finnar ákváðu að sækja um aðild að NATO í sumar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja inngöngu nýrra ríkja og mættu Norðurlandaþjóðirnar strax ljóni í veginum í líki Erdogans. Ríkisstjórn hans skilgreinir samtök Kúrda sem hryðjuverkasamtök. Nú segir Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að ríkisstjórn hans muni hvorki styðja YPG-hersveit Kúrda í Sýrlandi né PYD-flokkinn, stjórnmálaarm þeirra, að sögn sænska ríkisútvarpsins. YPG hefur verið bandamaður NATO og Bandaríkjahers gegn hryðjuverkasamtökunum alræmdum Ríki íslams í Sýrlandi. Tyrkir skilgreina bæði YPG og PYD sem hryðjuverkasamtök. „Það eru of náin tengsl á milli þessara samtaka og PKK, sem er á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök, til að það sé gott fyrir samband okkar og Tyrklands,“ sagði Billström í viðtali í dag. Billström lætur ummælin falla aðeins örfáum dögum fyrir fyrirhugaðan fund Ulfs Kristerssons forsætisráðherra með Erdogan. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti Tyrki til þess að láta af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía í vikunni. Ríkin hefðu þegar gert nóg til þess að koma til móts við kröfur stjórnvalda í Ankara. Erdogan hefur meðal annars krafist þess að Svíar og Finnar grípi til aðgerða gegn stuðningsmönnum kúrdísku samtakanna sem eru búsettir þar. Svíþjóð Tyrkland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Sjá meira
Svíar og Finnar ákváðu að sækja um aðild að NATO í sumar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja inngöngu nýrra ríkja og mættu Norðurlandaþjóðirnar strax ljóni í veginum í líki Erdogans. Ríkisstjórn hans skilgreinir samtök Kúrda sem hryðjuverkasamtök. Nú segir Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að ríkisstjórn hans muni hvorki styðja YPG-hersveit Kúrda í Sýrlandi né PYD-flokkinn, stjórnmálaarm þeirra, að sögn sænska ríkisútvarpsins. YPG hefur verið bandamaður NATO og Bandaríkjahers gegn hryðjuverkasamtökunum alræmdum Ríki íslams í Sýrlandi. Tyrkir skilgreina bæði YPG og PYD sem hryðjuverkasamtök. „Það eru of náin tengsl á milli þessara samtaka og PKK, sem er á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök, til að það sé gott fyrir samband okkar og Tyrklands,“ sagði Billström í viðtali í dag. Billström lætur ummælin falla aðeins örfáum dögum fyrir fyrirhugaðan fund Ulfs Kristerssons forsætisráðherra með Erdogan. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti Tyrki til þess að láta af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía í vikunni. Ríkin hefðu þegar gert nóg til þess að koma til móts við kröfur stjórnvalda í Ankara. Erdogan hefur meðal annars krafist þess að Svíar og Finnar grípi til aðgerða gegn stuðningsmönnum kúrdísku samtakanna sem eru búsettir þar.
Svíþjóð Tyrkland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Sjá meira