Öllu var til tjaldað á Dönsku kránni en Þórdís Karen Þórðardóttir segir „J-daginn,“ eða daginn sem sala Tuborg jólabjórs hefst á öldurhúsum, sé annasamasti dagur ársins.
„Þetta er langstærsti [dagur] á ári hjá okkur. Það er biluð stemning frá hádegi, það er happy hour, við erum með snittur, við erum með töframenn og band. Sverrir og Halldór mæta á eftir og telja niður, það er bara biluð stemning,“ segir Þórdís Karen.
Sumir bjórunnendur ganga jafnvel svo langt að telja J-daginn ómissandi hluta af jólaundirbúningnum.
„Það verður skrúðganga á eftir, þeir mæta hérna sirka hálf níu. Þá er öll gatan hérna alveg stöppuð,“ segir Þórdís Karen.
Hvað eruð þið að selja mikið af jólabjór í kvöld?
„Alveg slatta, alveg ótrúlega mikið.“