Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 12:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu. Letitia James, ríkissaksóknari, höfðaði málið í september en hún hefur sakað Trump sjálfan og þrjú elstu börn hans, þau Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump, um umfangsmikil skatt- og bankasvik. Auk þeirra hefur mál einnig verið höfðað gegn Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækisins, og Jeffrey McConney, sem hefur einnig starfað lengi innan fyrirtækisins. Málið snýr meðal annars að eignum Trumps í New York, Chicago og Washington D.C. og því að Trump og aðrir sem að málinu koma hafi ýmist ýkt virði eigna þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Ekki er um sakamál að ræða en James fer fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljón dala í sektir og að Trump og fyrirtækinu verði meinað að kaupa eignir í New York í minnst fimm ár. Þá vill hún einnig að honum og öðrum sem málið beinist gegn verði meinað að taka lán í New York á næstu fimm árum og að yfirumsjón fyrirtækisins verði tekin yfir af óháðum aðilum. Dómarinn Arthur Engoron samþykkti kröfum James um að fyrirtækið Trumps yrði vaktað en samkvæmt frétt Washington Post felur úrskurðurinn í sér að Trump-fjölskyldan getur ekki selt eða flutt eignir úr fyrirtækinu án þess að láta vita af því með tveggja vikna fyrirvara. Fyrirtækið mun greiða viðkomandi eftirlitsaðila og hann mun vakta hvort reynt verði að færa eignir úr fyrirtækinu og greina fjárhagsskýrslur þess. James krafðist þess að fyrirtækið yrði vaktað vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Það félag var stofnað í skattaparadísinni Delaware og var stofnað þann 21. september, sama dag og James tilkynnti lögsókn sína. Í aðdraganda úrskurðar Engoron hefur Trump farið hörðum orðum um dómarann og kallaði hann meðal annars grimman, hlutdrægan og kvikindislegan. Í nýlegu dómsskjali segir James að forsvarsmenn fyrirtækisins noti enn viðskiptahætti sem þau vita að séu ólögmætir. Ríkissaksóknari Manhattan segir að þar sé enn verið að rannsaka hvort tilefni sé til á ákæra Trump vegna þessara meintu skatt- og bankasvika. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38 Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Letitia James, ríkissaksóknari, höfðaði málið í september en hún hefur sakað Trump sjálfan og þrjú elstu börn hans, þau Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump, um umfangsmikil skatt- og bankasvik. Auk þeirra hefur mál einnig verið höfðað gegn Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækisins, og Jeffrey McConney, sem hefur einnig starfað lengi innan fyrirtækisins. Málið snýr meðal annars að eignum Trumps í New York, Chicago og Washington D.C. og því að Trump og aðrir sem að málinu koma hafi ýmist ýkt virði eigna þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Ekki er um sakamál að ræða en James fer fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljón dala í sektir og að Trump og fyrirtækinu verði meinað að kaupa eignir í New York í minnst fimm ár. Þá vill hún einnig að honum og öðrum sem málið beinist gegn verði meinað að taka lán í New York á næstu fimm árum og að yfirumsjón fyrirtækisins verði tekin yfir af óháðum aðilum. Dómarinn Arthur Engoron samþykkti kröfum James um að fyrirtækið Trumps yrði vaktað en samkvæmt frétt Washington Post felur úrskurðurinn í sér að Trump-fjölskyldan getur ekki selt eða flutt eignir úr fyrirtækinu án þess að láta vita af því með tveggja vikna fyrirvara. Fyrirtækið mun greiða viðkomandi eftirlitsaðila og hann mun vakta hvort reynt verði að færa eignir úr fyrirtækinu og greina fjárhagsskýrslur þess. James krafðist þess að fyrirtækið yrði vaktað vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Það félag var stofnað í skattaparadísinni Delaware og var stofnað þann 21. september, sama dag og James tilkynnti lögsókn sína. Í aðdraganda úrskurðar Engoron hefur Trump farið hörðum orðum um dómarann og kallaði hann meðal annars grimman, hlutdrægan og kvikindislegan. Í nýlegu dómsskjali segir James að forsvarsmenn fyrirtækisins noti enn viðskiptahætti sem þau vita að séu ólögmætir. Ríkissaksóknari Manhattan segir að þar sé enn verið að rannsaka hvort tilefni sé til á ákæra Trump vegna þessara meintu skatt- og bankasvika.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38 Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum. 4. nóvember 2022 07:38
Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent