Stefna um fjölgun leikskólaplássa og fækkun starfsmanna sýni metnaðarleysi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 1. nóvember 2022 18:44 Frá mótmælum vegna skorts á leikskólaplássum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hildur Björnsdóttir (t.h.) oddviti Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum. Um nokkurt skeið hefur mikil ólga ríkt meðal foreldra í Reykjavík en mörg hundruð börn hafa ekki fengið leikskólapláss. Efnt hefur verið til endurtekinna mótmæla vegna þessa en þann 13. september síðastliðinn biðu 552 börn eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlista virðist aðeins hafa hækkað en greint var frá því þann 21. október að 618 börn, tólf mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Nærri hundrað pláss væru ónýt vegna myglu og ekki hefði tekist að manna leikskólana til þess að hægt væri að bjóða upp á fleiri pláss. Við umræður um fjárhagsáætlun og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar í dag, sem sögð er gera ráð fyrir 109 leikskólaplássum á nýju ári og töluverðri fækkun leikskólastarfsmanna sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins stefnuna sýna mikið metnaðarleysi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er eitt stærsta jafnréttismál sem við fáumst við í borginni. Þau áform sem birtast í fjárhagsáætlun sýna algjört metnaðarleysi fyrir viðfangsefninu“, sagði Hildur í ræðu sinni. Hún sagði þessi áform skjóta skökku við en borgin hafi þegar lofað að rými fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri yrðu tryggð. Biðlistar séu ekki styttir með því að fækka starfsfólki leikskóla. Hún gagnrýndi einnig að gert hafi verið ráð fyrir starfsmannafjölgun innan miðlægrar stjórnsýslu sem hýsi meðal annars skrifstofu borgarstjóra. Á sama tíma sé gert ráð fyrir að fækka eigi leikskólastarfsmönnum um 75. „Það virðist ekki hægt að fjölga leikskólastarfsmönnum, en alltaf má fjölga starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. Áætlað er að þeim fjölgi um 13% á næsta ári“, sagði Hildur. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikil ólga ríkt meðal foreldra í Reykjavík en mörg hundruð börn hafa ekki fengið leikskólapláss. Efnt hefur verið til endurtekinna mótmæla vegna þessa en þann 13. september síðastliðinn biðu 552 börn eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlista virðist aðeins hafa hækkað en greint var frá því þann 21. október að 618 börn, tólf mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Nærri hundrað pláss væru ónýt vegna myglu og ekki hefði tekist að manna leikskólana til þess að hægt væri að bjóða upp á fleiri pláss. Við umræður um fjárhagsáætlun og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar í dag, sem sögð er gera ráð fyrir 109 leikskólaplássum á nýju ári og töluverðri fækkun leikskólastarfsmanna sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins stefnuna sýna mikið metnaðarleysi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er eitt stærsta jafnréttismál sem við fáumst við í borginni. Þau áform sem birtast í fjárhagsáætlun sýna algjört metnaðarleysi fyrir viðfangsefninu“, sagði Hildur í ræðu sinni. Hún sagði þessi áform skjóta skökku við en borgin hafi þegar lofað að rými fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri yrðu tryggð. Biðlistar séu ekki styttir með því að fækka starfsfólki leikskóla. Hún gagnrýndi einnig að gert hafi verið ráð fyrir starfsmannafjölgun innan miðlægrar stjórnsýslu sem hýsi meðal annars skrifstofu borgarstjóra. Á sama tíma sé gert ráð fyrir að fækka eigi leikskólastarfsmönnum um 75. „Það virðist ekki hægt að fjölga leikskólastarfsmönnum, en alltaf má fjölga starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. Áætlað er að þeim fjölgi um 13% á næsta ári“, sagði Hildur.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56
Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði