Frábær varnarleikur Styrmis var valinn sem bestu tilþrif umferðarinnar í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrði þættinum að þessu sinni og þá voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Teitur Örlygsson sérfræðingar kvöldsins.
Bestu tíu tilþrifin úr síðustu umferð má sjá hér að neðan. Þar á meðal er tröllatroðsla, stolinn bolti og troðsla ásamt frábærum varnarleik.