Matarskortur – samvinnuverkefni þjóða Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 27. október 2022 07:00 Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma. Hungursneyðin eykst Í ferðinni sóttum við heim nokkrar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, greina mátti þunga undiröldu hjá stofnunum, enda stríð í Úkraínu, yfirvofandi matvælaskortur í heiminum, afleiðingar Covid og loftslagsváin allt umlykjandi. Í kynningu á starfsemi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP komu fram sláandi staðreyndir. Búist er við að nærri 350 milljónir manna í 82 löndum standi fram fyrir matvælaskorti á komandi ári og er það nærri fjórðungs aukning frá byrjun þessa árs, þar af eru um helmingur börn. Þessar staðreyndir eru ógnvænlegar. Þótt við hér á Íslandi búum ekki við hungur eða matarskort, þá erum við samt sem áður hluti af þessari heild. Staðreyndin er sú að matarverð í Evrópu fer hækkandi og á sama tíma er orkuskortur yfirvofandi í álfunni með ófyrirséðum afleiðingum. Framboð á hrávöru minnkar stöðug á meðan Rússar halda Úkraínu í heljargreipum. Þótt framleiðslan haldi áfram í landinu þá eru flutningsleiðir takmarkaðar til Evrópu. Það er áskorun og mjög mikilvægt að halda flutningsleiðum opnum í stríði, að öðrum kosti liggja hráefni undir skemmdum og ná ekki til þeirra sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. Við erum hluti af stóru myndinni Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sinnir mikilvægum störfum með sinni dyggu aðstoð. Ísland hefur lagt fram fjárhagslegan stuðning við verkefnið og nýlega ákváðu íslensk stjórnvöld að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og til Flóttamannastofnunar UNHCR, vegna alvarlegs mannúðarástands víðs vegar um heim. Viðbótarframlagið nemur alls 200 m.kr. og renna 100 m.kr. til hvorrar stofnunar. Matvælaáætlun SÞ hefur lagt áherslu á skólamáltíðir. Það er ekki bara mikilvægt að börnin nærist heldur eru skólamáltíðir einnig hvati til að börn mæti í skólann og þannig fengið nauðsynlega fræðslu og eftirfylgni. Auk þess njóta 1500 bændur á svæðinu góðs af átakinu í formi framleiðsluþróunar og geta þar með bætt afkomu sína. Verðum að fylgjast vel með þróun mála Hér er ekki verið að fara með heimsósóma og hrakspár. Staðreyndir tala sýnu máli og mikilvægt er að þjóðir heims sameinist um styrkja þau svæði sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Lausn á fyrirliggjandi vanda er meðal annars sú að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styrki þjóðir til að virkja og nýta sínar auðlindir sem best til að bjarga mannslífum. Það er nefnilega samvinnuverkefni þjóða að lágmarka þann skaða sem er að verða vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem og þegar aðrar hörmungar skekja heiminn. Það er nefnilega mannlegt að standa saman. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma. Hungursneyðin eykst Í ferðinni sóttum við heim nokkrar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, greina mátti þunga undiröldu hjá stofnunum, enda stríð í Úkraínu, yfirvofandi matvælaskortur í heiminum, afleiðingar Covid og loftslagsváin allt umlykjandi. Í kynningu á starfsemi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP komu fram sláandi staðreyndir. Búist er við að nærri 350 milljónir manna í 82 löndum standi fram fyrir matvælaskorti á komandi ári og er það nærri fjórðungs aukning frá byrjun þessa árs, þar af eru um helmingur börn. Þessar staðreyndir eru ógnvænlegar. Þótt við hér á Íslandi búum ekki við hungur eða matarskort, þá erum við samt sem áður hluti af þessari heild. Staðreyndin er sú að matarverð í Evrópu fer hækkandi og á sama tíma er orkuskortur yfirvofandi í álfunni með ófyrirséðum afleiðingum. Framboð á hrávöru minnkar stöðug á meðan Rússar halda Úkraínu í heljargreipum. Þótt framleiðslan haldi áfram í landinu þá eru flutningsleiðir takmarkaðar til Evrópu. Það er áskorun og mjög mikilvægt að halda flutningsleiðum opnum í stríði, að öðrum kosti liggja hráefni undir skemmdum og ná ekki til þeirra sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. Við erum hluti af stóru myndinni Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sinnir mikilvægum störfum með sinni dyggu aðstoð. Ísland hefur lagt fram fjárhagslegan stuðning við verkefnið og nýlega ákváðu íslensk stjórnvöld að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og til Flóttamannastofnunar UNHCR, vegna alvarlegs mannúðarástands víðs vegar um heim. Viðbótarframlagið nemur alls 200 m.kr. og renna 100 m.kr. til hvorrar stofnunar. Matvælaáætlun SÞ hefur lagt áherslu á skólamáltíðir. Það er ekki bara mikilvægt að börnin nærist heldur eru skólamáltíðir einnig hvati til að börn mæti í skólann og þannig fengið nauðsynlega fræðslu og eftirfylgni. Auk þess njóta 1500 bændur á svæðinu góðs af átakinu í formi framleiðsluþróunar og geta þar með bætt afkomu sína. Verðum að fylgjast vel með þróun mála Hér er ekki verið að fara með heimsósóma og hrakspár. Staðreyndir tala sýnu máli og mikilvægt er að þjóðir heims sameinist um styrkja þau svæði sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Lausn á fyrirliggjandi vanda er meðal annars sú að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styrki þjóðir til að virkja og nýta sínar auðlindir sem best til að bjarga mannslífum. Það er nefnilega samvinnuverkefni þjóða að lágmarka þann skaða sem er að verða vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem og þegar aðrar hörmungar skekja heiminn. Það er nefnilega mannlegt að standa saman. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun