Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2022 17:47 Darrell Brooks hlustar hér á niðurstöðu kviðdómsins. Hún var honum ekki í hag, en hann var fundinn sekur í öllum ákæruliðum á hendur honum. Mike De Sisti/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“