Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2022 17:47 Darrell Brooks hlustar hér á niðurstöðu kviðdómsins. Hún var honum ekki í hag, en hann var fundinn sekur í öllum ákæruliðum á hendur honum. Mike De Sisti/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46