Heimilt að fá hausverk um helgar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. október 2022 13:32 Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lyfjalögum, sem afnemur skilyrði laganna um að sala lausasölulyfja í almennum verslunum sé háð fjarlægð frá apóteki. Með öðrum orðum að heimila sölu lausasölulyfja í öllum almennum verslunum. Með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum sem Lyfjastofnun hefur þegar heimilað tilteknum almennum verslunum að selja. Ekki mun breytingin slá af neinar kröfur um öryggi lyfja. Þetta litla skref myndi færa fyrirkomulag lyfsölu einu skrefi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Sala lausasölulyfja er að meginstefnu heimiluð í almennum verslunum á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna um netverslun lyfja og sölu lyfja í lausasölu utan apóteka á Norðurlöndunum er tekið undir það sjónarmið að með aukinni samkeppni í sölu á lausasölulyfjum megi halda því fram að þjónusta við almenning batni og verð á lausasölulyfjum lækki. Stórbætt heilbrigðisþjónusta Heilbrigðisþjónustan hefur verið í brennidepli undanfarin misseri og yrði þessi breyting liður í því að efla heilbrigðisþjónustu um landið allt. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga, jafnvel allan sólarhringinn. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Breytingin er í fullkomnu samræmi við markmið lyfjalaga um nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni En hvernig er þetta í framkvæmd? Skýr umgjörð er utan um lyfseðilsskyld lyf sem eðli málsins samkvæmt krefjast þess. Þá þurfa einstaklingar sérstaka heimild læknis til að fá að kaupa þau. Á markaði eru svo einnig lyf sem ekki eru ávísunarskyld og eru opin öllum til kaupa. En samt sem áður hefur mjög þröngur rammi verið þeim settur í íslenskri löggjöf og þar til upphaf síðasta árs máttu aðeins apótek eða útibú þeirra selja lausasölulyf. Nú eru 13 almennar verslanir með heimild til sölu á tilteknum lausasölulyfjum dreift um landið allt. Það eina sem gerir þessar verslanir frábrugðnar öðrum almennum verslunum er hversu langt er í næsta apótek eða lyfjaútibú. Lyfjastofnun hefur skilgreint 20 kílómetra viðmið um fjarlægð frá næsta apóteki. Það er mikilvægt að halda því til haga að aðrar verslanir sem eru innan fjarlægðarmarka frá apótekum hljóta að vera ekki síður færar um að tryggja rétta meðferð, gæði og öryggi lyfja. Rökin fyrir því að veita aðeins almennum verslunum undanþágu sem uppfylla þetta 20 kílómetra skilyrði frá apóteki halda illa vatni. Ég er bjartsýn um að þessi eðlilega breyting nái fram að ganga. Þetta er í senn aðgerð til að tryggja jafnræði milli verslana og stórt mál til hagsbóta fyrir neytendur víðsvegar um landið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Lyf Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lyfjalögum, sem afnemur skilyrði laganna um að sala lausasölulyfja í almennum verslunum sé háð fjarlægð frá apóteki. Með öðrum orðum að heimila sölu lausasölulyfja í öllum almennum verslunum. Með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum sem Lyfjastofnun hefur þegar heimilað tilteknum almennum verslunum að selja. Ekki mun breytingin slá af neinar kröfur um öryggi lyfja. Þetta litla skref myndi færa fyrirkomulag lyfsölu einu skrefi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Sala lausasölulyfja er að meginstefnu heimiluð í almennum verslunum á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna um netverslun lyfja og sölu lyfja í lausasölu utan apóteka á Norðurlöndunum er tekið undir það sjónarmið að með aukinni samkeppni í sölu á lausasölulyfjum megi halda því fram að þjónusta við almenning batni og verð á lausasölulyfjum lækki. Stórbætt heilbrigðisþjónusta Heilbrigðisþjónustan hefur verið í brennidepli undanfarin misseri og yrði þessi breyting liður í því að efla heilbrigðisþjónustu um landið allt. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga, jafnvel allan sólarhringinn. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Breytingin er í fullkomnu samræmi við markmið lyfjalaga um nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni En hvernig er þetta í framkvæmd? Skýr umgjörð er utan um lyfseðilsskyld lyf sem eðli málsins samkvæmt krefjast þess. Þá þurfa einstaklingar sérstaka heimild læknis til að fá að kaupa þau. Á markaði eru svo einnig lyf sem ekki eru ávísunarskyld og eru opin öllum til kaupa. En samt sem áður hefur mjög þröngur rammi verið þeim settur í íslenskri löggjöf og þar til upphaf síðasta árs máttu aðeins apótek eða útibú þeirra selja lausasölulyf. Nú eru 13 almennar verslanir með heimild til sölu á tilteknum lausasölulyfjum dreift um landið allt. Það eina sem gerir þessar verslanir frábrugðnar öðrum almennum verslunum er hversu langt er í næsta apótek eða lyfjaútibú. Lyfjastofnun hefur skilgreint 20 kílómetra viðmið um fjarlægð frá næsta apóteki. Það er mikilvægt að halda því til haga að aðrar verslanir sem eru innan fjarlægðarmarka frá apótekum hljóta að vera ekki síður færar um að tryggja rétta meðferð, gæði og öryggi lyfja. Rökin fyrir því að veita aðeins almennum verslunum undanþágu sem uppfylla þetta 20 kílómetra skilyrði frá apóteki halda illa vatni. Ég er bjartsýn um að þessi eðlilega breyting nái fram að ganga. Þetta er í senn aðgerð til að tryggja jafnræði milli verslana og stórt mál til hagsbóta fyrir neytendur víðsvegar um landið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun