Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 16:39 Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði fyrst í fréttir síðasta haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair. Efling Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar. Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins. Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins.
Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10