Deilur Ólafar Helgu og Icelandair

„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist
Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður.

Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu
Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar.

Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt.

Ólöf Helga fremst á lista Eflingar
Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, er formaður á lista sem uppstillinganefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum.

Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga
Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns.

Býður sig fram til formanns Eflingar
Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu.

Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna
„Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur.

Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu
Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum.

Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður
Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar.

Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns
Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu.

Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka
Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum.