Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 16:39 Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði fyrst í fréttir síðasta haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair. Efling Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar. Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins. Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins.
Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10