Telur að „menn hafi aðeins misst sig“ við hryðjuverkarannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 21:17 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir umbjóðanda sinn engar pólitískar skoðanir hafa. Vísir/Egill Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir málið hvorki fugl né fisk og telur lögreglu hafa gert of mikið úr því. „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey með engar pólitískar skoðanir og gæti ekki gert flugu mein. Þetta er bara óábyrgt tal og grín milli þeirra og fabúlasjónir sem hafa enga merkingu,“ segir Sveinn Andri. „Til þess að unnt verði að ákæra menn og hvað þá dæma fyrir tilraun til að framkvæma hryðjuverk þá þarf til þess að það sé hægt verða ákveðnar undirbúningsathafnir að hafa átt sér stað. Þær hafa aldrei átt sér stað þannig að þetta nær ekkert lengra.“ Ekki geðlæknis að meta hvort skilaboð hafi verið grín Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Greint var frá því í vikunni að lögregla hafi hætt við, eftir mótmæli verjenda í málinu, að fá geðlækni til að leggja mat á hvort mönnunum tveimur hafi verið alvara í skilaboðunum. „Það er auðvitað dómari sem metur það. Fyrst saksóknari, þegar hann gefur út ákæru, og svo dómari sem metur hvort ásetningur sé til staðar og þá hvers konar ásetningur. Hann getur verið á misjöfnu stigi auðvitað en það er auðvitað dómari sem metur það en ekki geðlæknir.“ Telur tímann leiða í ljós að of geyst hafi verið farið Landsréttur staðfesti í fyrrada úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Það hlýtur eitthvað að vera til staðar sem dómari telur gefa tilefni til þess? „Jú, lögregla segir í sinni kröfugerð að dómstólar verði að treysta áhættumati lögreglu. Mér finnst það blasa við að það er það sem dómari hefur gert bæði í héraðsdómi og Landsrétti, að treysta þessu áhættumati lögreglunnar. Ég tel þetta áhættumat vera rangt, þetta sé ofmat á áhættu og menn hafi aðeins misst sig. Ég held að tíminn eigi eftir að leiða það í ljós.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29 Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Minn umbjóðandi er meinleysisgrey með engar pólitískar skoðanir og gæti ekki gert flugu mein. Þetta er bara óábyrgt tal og grín milli þeirra og fabúlasjónir sem hafa enga merkingu,“ segir Sveinn Andri. „Til þess að unnt verði að ákæra menn og hvað þá dæma fyrir tilraun til að framkvæma hryðjuverk þá þarf til þess að það sé hægt verða ákveðnar undirbúningsathafnir að hafa átt sér stað. Þær hafa aldrei átt sér stað þannig að þetta nær ekkert lengra.“ Ekki geðlæknis að meta hvort skilaboð hafi verið grín Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Greint var frá því í vikunni að lögregla hafi hætt við, eftir mótmæli verjenda í málinu, að fá geðlækni til að leggja mat á hvort mönnunum tveimur hafi verið alvara í skilaboðunum. „Það er auðvitað dómari sem metur það. Fyrst saksóknari, þegar hann gefur út ákæru, og svo dómari sem metur hvort ásetningur sé til staðar og þá hvers konar ásetningur. Hann getur verið á misjöfnu stigi auðvitað en það er auðvitað dómari sem metur það en ekki geðlæknir.“ Telur tímann leiða í ljós að of geyst hafi verið farið Landsréttur staðfesti í fyrrada úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Það hlýtur eitthvað að vera til staðar sem dómari telur gefa tilefni til þess? „Jú, lögregla segir í sinni kröfugerð að dómstólar verði að treysta áhættumati lögreglu. Mér finnst það blasa við að það er það sem dómari hefur gert bæði í héraðsdómi og Landsrétti, að treysta þessu áhættumati lögreglunnar. Ég tel þetta áhættumat vera rangt, þetta sé ofmat á áhættu og menn hafi aðeins misst sig. Ég held að tíminn eigi eftir að leiða það í ljós.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29 Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29
Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40
Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45